Haustið 2024 var Grunnskóla Vestmannaeyja skipt í tvær sjálfstæðar rekstrareiningar, GRV -Barnaskóla og GRV -Hamarsskóla. Eins og var áður en skólarnir voru sameinaðir í GRV árið 2006. Skólarnir munu vinna áfram saman undir hatti GRV og fylgja sömu stefnum og áherslum.
Skólarnir eru aldursskiptir þannig að nemendur í 1. – 4. bekk eru í Hamarsskóla og nemendur í 5. – 10. bekk eru í Barnaskóla.