Göngum í skólann og norræna skólahlaupið

Miðvikudaginn 4. september frá kl. 8:20 - 10:00 ætla vinabekkir GRV að hittast í tilefni þess að verkefnið Göngum í skólann byrjar.

Verkefnið er alþjóðlegt, það stendur yfir frá 4. september og lýkur á alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 10. október. Á hverju ári taka milljónir barna í yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. 

 

Líkt og undanfarin ár ætlum við í GRV að hittast og starta átakinu Göngum í skólann með því að 1. - 5. bekkur býður vinabekkjum sínum í heimsókn. Þá verður átakið kynnt og sameiginleg verkefni unnin í tengslum við það.

Í kjölfarið viljum við í samvinnu við ykkur hvetja nemendur á öllum stigum til að ganga í skólann. Það bætir heilsu, eflir ánægju og er umhverfisvænt.

 

Keppni um gullskóinn í 1. -7. bekk hefst fimmtudaginn 5. september og stendur í tvær vikur.

Á heimasíðu Göngum í skólann má finna ýmsar upplýsingar um verkefnið. www.gongumiskolann.is 

 

Norræna skólahlaupið verður haldið í tengslum við upphaf Göngum í skólann, hlaupið verður föstudaginn 6. sept. Kl. 10:00. 

Allir hlaupa sama hring, ÍBV hringinn sem eru 3 km. Við hvetjum foreldra sem hafa tök á, að koma og taka þátt í hlaupinu með okkur. 

Leiðbeiningar fyrir foreldra - mentor

Hér má finna gott video sem sýnir hvernig foreldrar geta skoðað námsmat barna sinna.

Endilega skoðið vel, myndbandið er á þessari slóð: https://youtu.be/2-kM4aFQvsI

 

 

Skólasetning 23. ágúst

Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur á föstudaginn 23. ágúst í íþróttahúsinu (nýja salnum):

2. - 10. bekkur kl. 10:00

Eftir skólasetningu er stuttur foreldrafundur hjá viðkomandi umsjónarkennara í umsjónarstofu.

Kennsla hjá 2. -10. bekk hefst skv. stundaskrá mánudaginn 26. ágúst.

Einstaklingsviðtöl nemenda og foreldra 1. bekkjar verða föstudaginn 23. ágúst.

Mánudaginn 26. ágúst Kl. 08:20 er skólasetning hjá 1. bekk í sal Hamarsskóla og í framhaldinu er stuttur foreldrafundur. Gott væri því ef foreldrar 1. bekkja nemenda gætu gefið sér tíma til að vera hjá okkur til rúmlega 9:00 þennan morgun.

Við viljum minna foreldra og forráðarmenn að nemendur í GRV þurfa ekki að kaupa nein námsgögn.

Ákveðið að hefja kennslu kl. 8:20 næsta skólaár.

Skólastjórnendur hafa tekið þá ákvörðun að kennsla muni hefjast kl. 8:20 í stað 8:00 næsta skólaár.

Stjórnendur GRV hafa skoðað þetta mál vandlega í vetur og velt upp kostum og göllum við þessa breytingu. 

Ákvörðunin var tekin í samvinnu við fræðslufulltrúa og skólaráð. Einnig var hugmyndinni velt upp á aðalfundi foreldrafélagsins sem haldinn var í vor.

Fræðsluráð tók umræðu um málið og þar kom fram að: skólastjóri fer með stjórnun skólans, veitir faglega forustu og ber ábyrgð á starfi skólans gagnvart sveitastjórn. Skólastjóri hefur skólaráð sem samráðsvettvang um skólahald. Umrætt mál hefur verið rætt innan þess vettvangs og aðilar sammála og sátt með breytt fyrirkomulag. Ráðið setur sig ekki upp á móti þessari ákvörðun en beinir því til skólastjóra að gæta vel að upplýsingaflæði til foreldra og að það sé gert tímanlega við slíkar breytingar. 

Sem fyrr segir er þessi ákvörðun ekki tekin í flýti og hér má sjá helstu ástæður fyrir þessari ákvörðun:

 • Algengt í öðrum skólum á landinu, fáir skólar sem byrja kl. 8:00.  
 • Teljum að fleiri komi í graut og sé þá vel nærðir fyrir skólabyrjun. 
 • Yndislestur - skólabragur þar sem nemendur mæta inn í stofur og byrja að lesa.
 • Kennarar geta verið mættir fyrr inn í stofur á morgnana, sem hefur gefið góða raun og sýnt að þá fer skólabyrjun betur af stað. 
 • Unglingar - hefur góð áhrif á þá að byrja seinna (rannsóknir, The Journal of Developmental & Behavioral Pediatrics). 
 • Getur haft góð áhrif á umferðina við skólana á morgnana, þar sem leikskólar og Víkin byrja fyrr. 
 • Bætir innra starf GRV
  • fundir (stuttir samstarfsfundir/kennarafundir að morgni)
  • samstarf (t.d. umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa).
  • forföll (betri tími til að manna forföll )

Skólinn mun opna á svipuðum tíma og áður, opnar núna 7:40, mun opna um 7:45 og grautur frá 7:55 - 8:15. 

Skólaliðar verða til taks eins og áður og munu vakta stofur á morgnana þar til kennarar mæta í stofur.

Starfsfólk GRV vonar að forledrar taki jákvætt í þessa breytingu og gefi þessu tækifæri næsta vetur.

Eftir veturinn verður farið yfir hvernig breytingin gekk og þá er mikilvægt að koma athugasemdum á rétta staði, eða til skólastjórnenda.  

Stjórnendur GRV. 

Veturinn 2019-2020

Gengið hefur verið frá ráðningum í stöðu aðstoðarskólastjóra Barnaskóla og umsjónarkennara fyrir veturinn 2019-2020.

Einar Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Barnaskóla, Einar var í afleysingum sem aðstoðarskólastjóri veturinn 2018-2019  í fjarveru Ingibjargar Jónsdóttur. 

 

Stöðurnar voru auglýstar á vef Vestmannaeyjabæjar.  

 

Umsjónarkennarar 2019-2020 eru eftirfarandi:

1. BB: Bryndís Bogadóttir

1. SJ: Sigurbjörg Jónsdóttir

1. ÞS: Þóra Sigríður Sigurðardóttir  

2. SÁF: Sigríður Ása Friðriksdóttir

2.KM: Kolbrún Matthíasdóttir

2. ÞJ: Þórdís Jóelsdóttir

3. ÍP: Íris Pálsdóttir

3.Gsnæ: Guðrún Snæbjörnsdóttir

3.MK: Margrét Elsabet Kristjánsdóttir

4. ALS: Anna Lilja Sigurðardóttir

4. ULI: Unnur Líf Ingadóttir

4.SEÁ: Snjólaug Elín Árnadóttir

5. HS: Helga Jóhanna Harðardóttir og Sara Jóhannsdóttir

5. AP: Arnheiður Pálsdóttir og Jóhanna Alfreðsdóttir

6. EB: Esther Bergsdóttir

6. KG: Kristinn Guðmundsson

6. ÞF: Þórey Friðbjarnardóttir

7. DGM: Daníel Geir Moritz

7. ESH: Ester Sigríður Helgadóttir

7. SÁ: Sæfinna Ásbjörnsdóttir

8. BÓB: Birgit Ósk Bjartmarz

8. EB: Evelyn Bryner

8. GJ: Guðríður Jónsdóttir 

9. ES: Elísa Sigurðardóttir

9. DGÞ: Dóra Guðrún Þórarinsdóttir

10. BÞ: Berglind Þórðardóttir,

10. JGJ: Jónatan G.Jónsson

10. ÓS: Ólafía Ósk Sigurðardóttir

 

Skólasetning er 23.ágúst, tímasetningar verða auglýstar síðar.