Litlu jólin og jólaleyfi.

19. desember

Venjulegur skóladagur og litlu jólin seinnipart dags. 

Kl. 16:00 - 18:00: Litlu jólin hjá 1 -4. bekk, jólaball og samvera í stofu, nemendum verður boðið upp á kakó, smákökur og mandarínur. Jólasveinar mæta á staðinn.

Kl. 16:00 - 18:00: Litlu jólin hjá 5 -7. bekk, dansað kringum jólatré og samvera í stofu. Nemendur mega taka með sér drykki og nasl.

Kl. 17:00-19:00: Litlu jólin hjá 8. -10. bekk, dansað kringum jólatré og samvera í stofu. Nemendur mega taka með sér drykki og nasl.

 

Föstudaginn 20. desember hefst jólafrí í GRV og skóli hefst á ný þriðjudaginn 7. janúar.

Við í GRV óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Hafið það gott yfir hátíðarnar. 

 

               

 

Smiðjudagar á miðstigi

Nú er að koma að svokölluðum smiðjudögum á miðstiginu. Þeir dagar eru í næstu viku, dagana  17. – 19. desember. Nemendur hafa valið sér smiðjur eftir áhugasviði og eru nemendur í flestum tilfellum í tveimur smiðjum á dag. Nemendur fá að vita í skólanum í hvaða smiðjum þeir eru og því er mikilvægt að fylgjast með því í hvaða smiðju hver nemandi er, því ekki á að mæta í skólann í öllum smiðjunum.

 

Þar sem um óhefðbundna skóladaga er að ræða þurfa nemendur ekki að koma með skóladót í skólann. Einungis þarf að hafa með það sem þarf í þær smiðjur sem þeir hafa valið sér. Viðvera í skólanum er þá frá kl. 8:20-12:40 og ekki verður farið í sund eða leikfimi. Hádegismaturinn verður á sínum stað en ekki ávextir. Gjaldið fyrir þessa daga verður því dregið frá kostnaði ykkar á ávaxtaáskrift í desember

Skóli hefst kl. 10 í dag 10.des.

Það er enn bálhvasst og eftir samtal við lögregluna höfum við ákveðið að skólahald hefjist ekki fyrr en kl. 10 í dag. En þá á veðrið að hafa gengið niður. Skólinn er að sjálfsögðu opinn frá 7:40 en eðlilegt skólahald hefst ekki fyrr en kl. 10.

 

Minnum á reglur skólans um veður og ófærð.

Stefna skólans er að leggja ekki niður skólahald nema brýna nauðsyn beri til.
Í óveðri eru stjórnendur skólans alltaf í sambandi við lögreglu og ástandið metið, þ.e. hvort
ástæða sé til að leggja skólahald niður, er það þá gert í samráði við lögreglu, ef staðan er metin
þannig að ekki sé óhætt að vera á ferli.
Telji forráðamenn nemenda veður eða veðurútlit varhugavert þótt engin tilkynning hafi borist
frá skóla varðandi skólahald, er það alltaf foreldra að meta hvort þeir telji rétt að senda börn
sín af stað í skólann og ber þá að tilkynna forföll til ritara/umsjónarkenna strax að morgni.
Alltaf er starfsfólk til staðar í skólanum til að taka á móti þeim sem komast. Í hvert skipti verður
metið hvort nemendur geti farið fótgangandi á milli skólahúss og íþróttahúss. Ef óveður skellur
á meðan nemendur eru í skólanum þá er nemendum skólans ekki hleypt heim nema foreldrar
sæki þá eða tryggi börnum sínum örugga heimferð á annan hátt. Nemendum er tryggð aðstaða
í skólanum svo lengi sem þarf

Desember

Það verður nóg um að vera hjá okkur í GRV í desember.

Föndurdagurinn í Hamarsskóla verður fimmtudaginn 5. desember. Foreldrar velkomnir þann dag í skólann og taka þátt í deginum með okkur.

Jólasundmót hjá 6. og 7. bekk verður fimmtudaginn 12. desember.

Smiðjudagar á miðstigi verða 17. -19. desember.

Helgileikurinn hjá 5. bekk verður sýndur í Landakirkju sunnudaginn 15. desember og svo í Hamarsskóla 12. des. Einnig verður sýning á Hraunbúðum sama dag.

Litlu jólin í 1. -10.bekk verða seinnipart þann 19. des.

Jólafrí nemenda hefst föstudaginn 20. desember. 

Vetrarfrí og foreldrafundadagur

Vetrarfrí í GRV er dagana 24.-29. október. 

Skóli hefst á ný samkvæmt stundatöflu, miðvikudaginn 30. október. 

Foreldrafundadagur er þriðjudaginn 5. nóvember, þá mæta nemendur með foreldrum sínum á fund hjá umsjónarkennara. Foreldrar bóka viðtöl á mentor.