Litlu jólin og jólaleyfi
Þar sem takmarkanir um fjöldatakmarkanir og blöndun nemenda eru enn í gildi í skólum verður ekki hægt að halda litlu jólin okkar með sama sniði og áður.
Litlu jólin munu að þessu sinni vera haldin á skólatíma þann 17. desember
1. - 4. bekkur: Jólaball og samvera í stofu og nemendum verður boðið upp á kakó, smákökur og mandarínur. Skóli hefst og lýkur eins og venjulega. Nemendur fara í sína íþróttatíma, en þeir nemendur sem eiga að fara sund þennan dag fara í íþróttir.
5. - 7. bekkur klárar smiðjudagana sína fyrripart dags og verða svo með samveru í stofu eftir frímínútur og þar til skóla lýkur kl.12:30. Nemendur mega taka með sér drykki og nasl.
8. -10. bekkur: Skóli frá 8:20-11:20, samvera í stofu. Nemendur mega taka með sér drykki og nasl.
Við hvetjum nemendur til að mæta í betri fötum í skólann þrátt fyrir óhefðbundin litlu jól.
Jólaleyfi nemenda hefst 18. desember og skóli hefst á ný samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 5. janúar.
Heilsdagsvistun er á Frístund 18., 21., 22. 28., 29. og 30. desember.
Við í GRV óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Hafið það gott yfir hátíðarnar.