Fréttir


Samræmd próf í 4. og 7. bekk.

25-09-2020

Samræmd próf í 7. bekk verða dagana 24.og 25. mars.

Nemendum verður skipt í tvo hópa og munu umsjónarkennarar senda heim, hópaskiptingar og tímasetningar tímanlega fyrir próf. 

Þessir dagar eru skertir hjá 7. bekk og mæta þau einungis í próf þessa daga. 

Samræmd próf í 4. bekk verða dagana 30. sept og 1. október.

Allir nemendur í 4. bekk taka prófið á sama tíma og verður hefðbundinn skóladagur hjá þeim að loknu prófi. 

 

Það er mikilvægt að heimili og skóli hjálpist að í undirbúningi og nemendur komi tilbúnir, vel úthvíldir og vel nærðir í prófin. 

Hér má sjá upplýsingar um prófin og hvað skólinn gerir í undirbúningi og hvað foreldrar geta gert í undirbúningi fyrir þessi próf.