Fréttir


Göngum í skólann og norræna skólahlaupið

02-09-2020

Miðvikudaginn 2. september hefst átakið Göngum í skólann.


Verkefnið er alþjóðlegt, það stendur yfir frá 2. september og lýkur á alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 7. október. Á hverju ári taka milljónir barna í yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti.

Líkt og undanfarin ár ætlum við í GRV að hittast og hefja átakið Göngum í skólann með því að 1. - 5. bekkur býður vinabekkjum sínum í heimsókn.
Af sóttvarnarástæðum munum við ekki vera með heimsóknir vinabekkja í skólahúsnæði heldur munu vinaárgangar fara í göngur saman og fara í leiki utandyra. Umsjónarkennarar munu láta vita hvenær af göngunum verður.
Athugið að senda börnin klædd eftir veðri og í skóm sem henta í göngu þessa daga.

Vinaárgangar:
1. bekkur og 6. bekkur
2. bekkur og 7. bekkur
3. bekkur og 8. bekkur
4. bekkur og 9. bekkur
5. bekkur og 10. bekkur

Í kjölfarið viljum við í samvinnu við ykkur hvetja nemendur á öllum stigum til að ganga í skólann á meðan átakinu stendur. Það bætir heilsu, eflir ánægju og er umhverfisvænt.
Yngstu nemendur geta gengið síðasta spölinn sé þeim fylgt áleiðis.
Keppnin um gullskóinn stendur yfir á meðan átakinu stendur og verða viðurkenningar veittar á öllum stigum skólans.

 

Norræna skólahlaupið verður haldið í tengslum við upphaf Göngum í skólann, stefnt er á að halda hlaupið fljótlega. Tímasetning auglýst síðar.

Allir hlaupa sama hring, ÍBV hringinn sem eru 3 km. Við hvetjum foreldra sem hafa tök á, að koma og taka þátt í hlaupinu með okkur.