Fréttir


Smiðjudagar á miðstigi

13-12-2019

Nú er að koma að svokölluðum smiðjudögum á miðstiginu. Þeir dagar eru í næstu viku, dagana  17. – 19. desember. Nemendur hafa valið sér smiðjur eftir áhugasviði og eru nemendur í flestum tilfellum í tveimur smiðjum á dag. Nemendur fá að vita í skólanum í hvaða smiðjum þeir eru og því er mikilvægt að fylgjast með því í hvaða smiðju hver nemandi er, því ekki á að mæta í skólann í öllum smiðjunum.

 

Þar sem um óhefðbundna skóladaga er að ræða þurfa nemendur ekki að koma með skóladót í skólann. Einungis þarf að hafa með það sem þarf í þær smiðjur sem þeir hafa valið sér. Viðvera í skólanum er þá frá kl. 8:20-12:40 og ekki verður farið í sund eða leikfimi. Hádegismaturinn verður á sínum stað en ekki ávextir. Gjaldið fyrir þessa daga verður því dregið frá kostnaði ykkar á ávaxtaáskrift í desember