Fréttir


Fyrstu vikur skólaársins

24-09-2019

Síðan skólinn fór af stað hefur verið mikið um að vera í skólanum.

Skólaárið byrjaði með átakinu Göngum í skólann 4. september. Þann dag hittust vinabekkir og unnu saman skemmtileg verkefni. Keppni um gullskóinn á yngsta- og miðstigi stóð yfir í tvær vikur og voru það 2. KM  og 7. ESH sem unnu Gullskóinn. Átakinu lýkur svo 10. október á alþjóða göngum í skólann deginum. Nemendur eru að standa sig vel í þessu átaki og það sést á því hve margir koma á hjólum eða gangandi og það er mun minni umferð við skólann.

Náttúruvísindadagar á unglingastigi voru 17. og 18. september. Þessir dagar gengu vel, lundapysjutímabilið stóð enn yfir svo hægt var að nýta það í verkefni náttúruvísindaga, ásamt fleiri spennandi verkefnum.

Samræmduprófin í 4. og 7. bekk voru í lok september og gekk fyrirlögn vel og eru niðurstöður eru væntanlegar um mánaðarmótin okt/nóv. 

Fyrsti söngur á sal í Hamarsskólanum var föstudaginn 20.sept. Söngur á sal er alltaf jafnt skemmtilegur og vinsæll hjá nemendum og starfsfólki. 

Skólasöngur GRV er kominn á heimasíðuna og geta foreldrar núna æft sig: https://grv.is/is/page/skolasongur-grv 

Einnig hafa kennarar verið duglegir að nýta gott veður í upphafi skólaárs til útiveru. Nemendur í Hamarsskóla hafa einnig nýtt tímann á morgnana áður en skóli hefst til að vera úti að leika, það er mikið fjör og gleði á skólalóðinni á morgnana.