Fréttir


Val fyrir skólaárið 2019-2020

27-05-2019
Í síðustu viku fengu nemendur í 7., 8. og 9. bekk kynningu á valfögunum fyrir næsta skólaár. 
Nemendur og foreldrar kynna sér vel það sem er í boði með því að skoða Valbókina á heimasíðu Grunnskóla Vestmannaeyja, http://grv.is/skrar/file/val/valbok-19-20.pdf  
Valgreinar eru hluti af skyldunámi nemenda í 8., 9. og 10. bekk. Nemendur velja sjálfir námsgreinar sem svarar 6 kennslustundum á viku. Það er mikilvægt að nemendur velji hver fyrir sig það sem þeir telja henta sér því valið er bindandi fyrir næsta skólaár.
Nemendur í verðandi 8. bekk geta valið tvær stundir utan skólans og nemendur í 9. og 10. bekk geta valið fjórar stundir utan skólans.
Nemendur velja á rafrænan hátt í gegnum Google forms, slóðin hefur verið send á Google-grv-netfang nemenda.
Við hvetjum ykkur foreldra til að aðstoða börnin með valið. Síðasti valdagurinn er nk. þriðjudagur 28. maí.