Fréttir


Stóra upplestrarkeppnin

09-04-2019

Í gær 8. apríl fór fram á Hvolsvelli Stóra upplestrarkeppnin. Fulltrúar okkar í GRV voru Gabríel Ari Davíðsson úr 7.HJH, Hrafnhildur Ýr Steinarsdóttir úr 7. JA, Ísey Heiðarsdóttir úr 7. HJH, varamaður var Embla Harðardóttir úr 7. AP auk þess var sigurverari frá í fyrra Herborg Sindradóttir 8. DGÞ kynnir á keppninni.  

Skólarnir sem tóku þátt auk okkar GRV voru Laugalandsskóli, Grunnskólinn á Hellu, Hvolsskóli, Víkurskóli og Kirkjubæjarskóli.

Lesarar stóðu sig allir með stakri prýði og átti dómnefndin erfitt með að komast að niðurstöðu. Dómnefndina skipuðu þau Jón Hjartarson frá Röddum en hann var jafnframt formaður dómnefndar, Elínborg Siguðardóttir og Katrín Þorbjörg Andrésdóttir sem báðar eru sérkennarar og störfuðu sem kennsluráðgjafar við Skólaskrifstofu Suðurlands.

Í fyrsta sæti er Lilja Dögg Ágústsdóttir úr Hvolsskóla. Í öðru sæti Gabríel Ari Davíðsson úr Grunnskóla Vestmannaeyja og í því þriðja er Sunna Hlín Borgþórsdóttir úr Laugalandsskóla,  Innilega til hamingju öllsömul.