Fréttir


Nemendur skreyta Eymundsson

27-11-2014

Þriðjudaginn 25. nóv fór Bjartey með nokkra nemendur úr myndlistavalinu niður í Eymundsson að mála jólamyndir í gluggana. Þetta er orðinn árlegur viðburður og var þetta fyrst gert árið 2010. Nemendur eru yfirleitt mjög spenntir fyrir þessu og finnst mjög gaman að fá að vinna þetta verkefni :) Myndirnar setja skemmtilegan svip á miðbæinn sem gleðja bæði unga sem aldna.