Við í GRV hvetjum nemendur til að lesa í sumar og halda utan um hve mikið þau lesa. Þess vegna sendum við sumarlestrarhesta heim með nemendum. Lestur er góður valkostur og eykur á gleðina í sumarfríinu. Sumarið er frábær tími til að kynnast nýjum bókum, spjalla um þær við vini og vandamenn. Lestur styrkir m.a. orðaforða, málvitund og þekkingu og tryggir  líka að krakkarnir tapi ekki niður lestrarfærninni sem þau öðluðust í vetur. Rannsóknir sýna að börn sem lesa á sumrin koma miklu ferskari til leiks að hausti í lestri en börn sem lesa ekkert á meðan skólinn er í fríi. Talið er að þau börn sem ekkert lesa yfir sumartímann þurfi a.m.k. 6-8 vikur í upprifjun til að komast á þann stað sem þau voru stödd á í lestri  að vori. Munum að æfingin skapar meistarann!

Hér má finna sumarlestrahesta

Sumarlestrarhestur 1. - 4. bekkur

Lestrarlandakort fyrir yngri - pólska- enska

Lestrarlandakort fyrir eldri - pólska - enska