Þetta vorið verða ekki ákveðnir prófdagar í unglingadeildinni en öllu námsmati á að vera lokið 12. maí. 

 

10. bekkur er í lokaverkefni frá 16. - 30. maí, nánar um lokaverkefnið hér.

 

1. - 7. bekkur mun taka þátt í fjölgreindaleikum 29. og 30. maí

Leikarnir byggja á hugmyndum/ kenningum Howards Gardners um fjölgreindirnar þar sem gengið er út frá því að allir séu góðir í einhverju og að allir eigi að fá tækifæri til að fást við það sem þeir eru sterkir í.

Með fjölgreindaleikum er verið að  búa til skemmtilegan viðburð þar sem nemendur og starfsfólk eiga góða daga við leik og skemmtun. Starfsmenn skólans fá að kynnast nemendum skólans á annan hátt og einnig gefst nemendum tækifæri á að kynnast hvert öðru frá 1. – 7. bekk.                          
Þrautirnar eru fjölbreyttar þar sem allir fá að spreyta sig á mismunandi verkefnum þar sem sterku hliðar hvers og eins fá að njóta sín. 

31. maí verður bekkjadagur með umsjónarkennara.

 

8. og 9. bekkur verður í starfsfræðsludögum 29. - 31. maí

9. bekkur tekur fyrir: Störf í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum

Markmið með því er að:

¨Að nemendur kynnist störfum sem unnin eru í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum.
¨Að nemendur kynnist menntun að baki störfum í sjávarútvegi
¨Að nemendur átti sig á mikilvægi sjávarútvegs og starfanna fyrir samfélagið Vestmannaeyjar

 

8. bekkur tekur fyrir: Löggiltar iðngreinar

Markmið með því er að:
¨Að nemendur kynnist störfum sem eru löggiltar iðngreinar
¨Að nemendur kynnist menntun þeirra sem eru löggiltir iðnaðarmenn
¨Að nemendur átti sig á mikilvægi iðngreina fyrir samfélagið Vestmannaeyjar