Náttúruskóli

Framtíðarsýn GRV er að við sköpum okkur sérstöðu í náttúruvísindum þar sem eftirfarandi markmið eru höfð að leiðarljósi:

efla umhverfisvitund nemenda og gera þá meðvitaðri um umhverfi sitt og heimabyggð,
miðla fróðleik um náttúru Vestmannaeyja gegnum veraldarvefinn,
efla áhuga og námsgleði nemenda og
efla flæði milli skólastiga svo samfella skapist í námi.

Hugmyndin er að náttúruvísindi sé kennd á öllum skólastigum þar sem samfella milli skólastiga verði viðhöfð. Námið er heilstætt þar sem allar námsgreinar skarast og verklegum þætti gert hátt undir höfði.

Náttúrvernd og menntun gegna stóru hlutverki hvað varðar mannlífið. Hún skapar aukin tækifæri til að efla ábyrgðarkennd nemenda, umhyggju og virðingu fyrir náttúrunni með aukinni kennslu og fræðslu í náttúruvísindum.

 

Hver bekkur á sína gönguleið og umhverfisstíga sem nota á í útikennslu.

Gönguleiðir GRV

Umhverfisstígar GRV