Námsver og sérkennsla

Fjögur námsver eru starfrækt í skólanum. Eitt á hverju skólastigi og er tilgangur námsers að þjónusta nemendur sem hafa ekki náð lágmarksfærni í ákveðnum námsgreinum og vinna með nemendum sem hentar betur að vinna í smærri hópum. Eitt námsver er svo fyrir fatlaða nemendur og þá sem eiga í miklum námserfiðleikum. Stuðningsfulltrúar eru sérdeildar- og sérkennslunemendum til aðstoðar við athafnir daglegs lífs og sinna ýmsum stuðningi undir leiðsögn kennara.