Skólaheilsugæsla

Skólahjúkrunarfræðingar eru tveir, Vera Björk Einarsdóttir og Hrund Gísladóttir

Skólaheilsugæslan er markvisst framhald af ungbarnaeftirliti og sér um reglubundnar skoðanir og bólusetningar:

1. bekkur: lífsstílsmat, sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling.

2. bekkur: sjónpróf og tengslakönnun.

3. bekkur: Leyndarmálið. Forvarnarverkefni gegn kynferðislegu ofbeldi. Samvinnuverkefni Menntamálaráðuneytisins og Blátt áfram samtakanna.

4. bekkur: hæðarmæling, þyngdarmæling og sjónpróf. Lífsstílsmat, viðtal við hjúkrunarfræðing.

5. bekkur: tengslakönnun.

6. bekkur: nemendur fá afhent hefti um kynþroskann og farið er yfir það með þeim.

7. bekkur: skoðun hjá hjúkrunarfræðingi, hæðarmæling, þyngdarmæling, sjónpróf. Ónæmisaðgerð gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Stúlkum boðið uppá ónæmisaðgerð gegn leghálskrabbameini (HPV).

9. bekkur: Lífsstílsmat með viðtali. Sjón- og heyrnarpróf, ónæmisaðgerð gegn mænusótt, barnaveiki og stífkrampa.

 

Fræðsluefni er komið í 1. – 9. bekk um 6-H heilsunnar og von er á efni fyrir 10. bekk. Þar er lögð áhersla á Hollustu, Hvíld, Hreyfingu, Hreinlæti, Hamingju og Hugrekki.

Netfang Veru Bjarkar er vera@grv.is og Hrundar er hjukka@grv.is. Foreldrum er boðið að hafa samband vegna barna sinna ef eitthvað er.