Wizji przyszlosci

Í ágústlok 2015 skrifuðu Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja, Trausti Hjaltason formaður fræðsluráðs, Sigurlás Þorleifsson skólastjóri GRV, Emma H. Sigurgeirsdóttir skólastjóri Kirkjugerðis/Víkurinnar og Helga Björk Ólafsdóttir skólastjóri Sóla, undir Framtíðarsýn og áherslur á læsi og stærðfræði í skólastarfi Vestmannaeyjabæjar.

Markmið og hlutverk framtíðarsýnarinar er að skólarnir í sveitarfélaginu verði meðal þeirra fremstu á landinu hvað varðar vellíðan nemenda, faglegt starf, kennslu og námsárangur.

Miðvikudaginn 16. september og fimmtudaginn 17. september fengu allir nemendur í 1. – 10. bekk GRV afhent skjal til undirritunar.Á skjalinu eru tilgreindar áherslur í starfi skóla sveitarfélagsins á árunum 2015-2020, verklag, samvinna heimilis og skóla og aðgerðaráætlun.

 

Á nýju ári, 2016, tóku kennarar GRV stuttlega saman hvernig þeim hefur tekist að vinna að markmiðum framtíðarsýnarinnar, hvaða leiðir þeir eru helst að fara og hvernig starfinu miðar áfram og hér má sjá afrakstur þeirrar vinnu. 

Framtíðarsýn skýrsla