Upplestarkeppni í 7. bekk

Upplestrarkeppnin í 7. bekk var haldin hátíðlega í sal Tónlistarskólans, fimmtudaginn 13. febrúar. Undirbúningur keppninar hefst á hverju ári þann 16. nóvember á Degi íslenskrar tungu. Það voru 12 nemendur úr þremur bekkjum sem tóku þátt. Þrír sigurverar og einn varamaður voru valdir til að taka þátt í lokakeppninni sem verður haldin á Hvolsvelli í apríl.

Sigurverar í ár voru: Hákon Tristan Bjarnason, Rebekka Rut Rúnarsdóttir og Eva Magnúsdóttir, Sara Elía Jóhönnudóttir verður varamaður. 

Skóli fellur niður föstudaginn 14. febrúar

Vegna spár Veðurstofu Íslands um ofsaveður í nótt og fyrramálið (föstudaginn 14. febrúar nk.) og tilkynningu frá lögreglu, hefur Vestmannaeyjabær ákveðið að loka stofnunum bæjarins í fyrramálið og fram að hádegi. Ekkert skólahald verður í Grunnskóla Vestmannaeyja allan morgundaginn. Leikskólinn Kirkjugerði, leikskólinn Sóli, fimm ára deildin Víkin og íþróttahúsið, þ.m.t. sundlaugin, opna kl. 12 á morgun. Sama á við um aðrar stofnanir bæjarins. Ekki verður boðið upp á hádegismat í leikskólum á morgun.

Lágmarksstarfsemi verður á Hraunbúðum og sambýlinu.

Fólk er beðið um að halda sig heima yfir versta veðurofsann, gæta öryggis og fylgjast vel með tilkynningum yfirvalda í fjölmiðlum.

 

Polska

Z powodu prognozy pogody i oczekiwanego sztormu jutro rano (Piątek 14 lutego 2020) Gmina Vestmannaeyjar zdecydowała zamknąć wszystkie urzędy i instytucje do południa w piątek. Szkoła podstawowa (GRV) będzie zamknięta cały piątek. Przedszkola Kirkjugerði,Sóli, Víkin i sala sportowa włącznie z basenem zostaną otwarte o 12. Tak samo zostaną otwarte instytucje i urzędy. Obiad w przedszkolach jutro nie będzie serwowany.

Minimalne natężenie pracy będzie w domu starców Hraunbúðir i Sambýlið i goście proszeni są o pozostanie w domach przynajmniej do południa.

Ludzie proszeni są o zostanie w domu jutro rano, podczas sztormu oraz o uszanowanie stosowanych środków bezpieczeństwa, jak i również o obserwowanie dalszych komunikatów od władz (https://en.vedur.is). 

 

Enska

Due to the expected storm tonight and tomorrow morning (Fridagy 14 Febrúar 2020) the Vestmannaeyjabær has decided to close all the municipalities institutions until noon tomorrow. The elementary school (GRV) will be closed all Friday. The Kirkjugerði Kindergarten, Soli Kindergarten, Vikin and the sports hall, incl. he swimming pool, will open at 12 o‘clock. The same applies to other institutions of the municipality. Lunch for the kids in the two kindergardens will not be served tomorrow.

Only minimum operation will apply to Hraunbúðir and Sambýlið nursing homes and guests are requested to stay home until noon at least.

People are asked to stay at home tomorrow morning, during the storm, respect all safety measures and follow further announcements from repective authorities (https://en.vedur.is).

 

Foreldrafundadagur 12. febrúar

Miðvikudaginn 12. febrúar er foreldrafundadagur þar sem farið verður yfir stöðu nemenda hvað varðar nám og liðan.

Enginn skóli er þann dag en nemendur mæta með foreldrum sínum á fund. Skráning í viðtalið fer fram í gegnum mentor og hér eru leiðbeiningar um hvernig það er gert: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM 

Nemendur hafa fengið eða munu fá heim könnun um líðan þeirra í skólanum, foreldrar eru beðnir um að fara yfir hana með sínum börnum fyrir viðtalið.

Einnig biðjum við foreldra um að fara inn á mentor og skoða það námsmat sem komið er inn, hér má sjá góðar leiðbeiningar frá mentor hvernig það er skoðað. https://grv.is/skrar/file/ymislegt/handbok-fyrir-adstandendur.pdf

Við mælum sérstaklega með að foreldrar skoði þetta myndband þar sem farið er yfir skýrslur sem gefa mjög góða yfirsýn yfir námslega stöðu. Tvær skýrslur eru í boði, samantekt í hverri grein fyrir sig og yfirlit yfir stöðu útfrá hæfniviðmiðum, sem er mun ítarlegri. 

https://www.youtube.com/watch?v=18NXars670k

Hér má líka finna útskýringar á hæfnitáknum sem við notum hér í GRV.

https://grv.is/skrar/file/nytt-namsmat/utskyring-a-haefnitaknum.pdf

Notendahandbók fyrir mentor

Hér má finna notendahandbók fyrir Mentor.

Mjög góðar leiðbeiningar fyrir aðstandendur.

 

 

Framundan í GRV

7. febrúar er dagur stærðfræðinnar og þá munu allir árgangar taka þátt í þeim degi með ýmiskonar stærðfræðivinnu. 
Foreldrafundadagur er 12. febrúar þá er ekki hefðbundinn skóli, en nemendur mæta með foerldrum sínum í viðtal.