Fréttir


Samræmd próf

20-09-2017

Fimmtudag og föstudag, 21. og 22. september verða samræmd könnunarpróf lögð fyrir rafrænt í 7. bekk grunnskóla.

Prófað verður í íslensku þann 21. og stærðfræði þann 22. september.

Þar sem prófin eru rafræn þarf að skipta árganginum í tvo hópa, sem þýðir að það taka ekki allir prófin á sama tíma.

Fyrri hópurinn tekur prófið frá kl. 9:00-10:20 og seinni hópurinn frá 11:00-12:20 og svo öfugt á föstudag.

Hópaskiptingar verða sendar heim í tölvupósti.

 

Samræmd próf í 4. bekk verða 28. og 29. september. Íslenska á fimmtudegi og stærðfræði á föstudegi. Eins og í 7. bekk verða prófin rafræn og verður nemendum skipt upp í nokkra hópa til að taka prófin. Einn hópur mun taka prófið í tölvustofunni í Barnaskólanum.

 

Markmið prófanna er aðallega tvíþætt. Í fyrsta lagi að veita nemenda, foreldrum, kennurum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsstöðu nemenda. Í öðru lagi að gefa upplýsingar um að hvaða marki nemendur hafa náð grundvallarkunnáttu og færni sem frekara nám byggir á.

Með því að leggja samræmd könnunarpróf fyrir að hausti, gefast tækifæri til að nýta niðurstöður þeirra við skipulagningu náms og kennslu.

Minnum á mikilvægi þess að sofa vel og borða góðan morgunmat fyrir prófin.