Könnun um vetrarfrí í GRV

Fyrir nokkru síðan var send út könnun varðandi vetrarfrí í GRV.

Könnunin var send út á foreldra, kennara, annað starfsfólk og nemendur í 5. -10.bekk.

Helstu niðurstöður eru þær að vetrarfrí nýttist 40,9 % foreldra vel eða mjög vel, 75% foreldra vilja vetrarfrí og það eru örlítið fleiri sem vilja tvö stutt frekar en eitt langt. 

Vertrarfrí nýttist vel hjá kennurum og þar er jafnt hvort eigi að vera eitt langt eða tvö stutt vetrarfrí.

Hjá öðru starfsfólki skólans nýttist vetrarfríið einnig vel og þar eru flestir sem velja tvö stutt vetrarfrí.

Þegar svör nemenda eru skoðuð þá eru það 95,6% nemenda sem segja að vetrarfríið hafi nýst þeim vel eða mjög vel og 56,6 % nemenda velja eitt langt vetrarfrí.

Þetta eru áhugaverðar niðurstöður sem verða nýttar við gerð skóladagatals 2019-2020.  

Frekari niðurstöðurnar má sjá hér. 

Desember

Það verður nóg um að vera hjá okkur í GRV í desember.

Föndurdagurinn í Hamarsskóla verður fimmtudaginn 6. desember. Foreldrar velkomnir þann dag í skólann og taka þátt í deginum með okkur.

Jólasundmót hjá 6. og 7. bekk verður föstudaginn 14. desember.

Smiðjudagar á miðstigi verða 17. -19. desember.

Helgileikurinn hjá 5. bekk verður sýndur í Landakirkju sunnudaginn 16. desember og svo í Hamarsskóla 13. des. Einnig verður sýning á Hraunbúðum sama dag.

Litlu jólin í 5. -10.bekk verða seinnipart þann 19. des. 

Litlu jólin í 1. -4. bekk verða að morgni þann 20. des.

Jólafrí nemenda hefst föstudaginn 21. desember. 

Vinavika og baráttudagur gegn einelti

Í síðustu viku var vinavika í skólanum. 

Í tilefni hennar var unnið með margt skemmtilegt. Allir bekkir unnu með gildi GRV: GLEÐI – ÖRYGGI – VINÁTTA  og ræddu mun á einelti og samskiptavanda.

Á mánudeginum var ruglusokkadagur, þriðjudeginum íþróttabúningadagur og á föstudeginum kósýfata dagur þann dag var spiluð róleg tónlist og lesið á göngum milli kl. 8:00 - 8:15.  

Starfsfólk skólans bauð svo nemendum upp á nýbakaðar pönnukökur.

Fimmtudaginn 8. nóvember var baráttudagur gegn einelti og héldum við upp á þann dag í GRV. Vinabekkir hittust í Barnaskólanum og áttu saman góðan tíma við að vinna ýmis verkefni. 

Í báðum skólum hófst vinna við sameiginleg verkefni sem fara upp á veggi í báðum skólahúsnæðum. Í Barnaskóla voru unnin stór hjörtu með köllum sem nemendur skreyta með mismunandi fánum og í Hamarsskóla verður gert verk úr gildum skólans.

Endilega skoðið myndir frá vinavikunni hér.

 

 

 

Foreldrafundadagur 7. nóvember og foreldrakönnun

Miðvikudaginn 7. nóvember er foreldrafundadagur, þann dag mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal til umsjónarkennara.

Enginn skóli er þennan dag.

Foreldrar bóka foreldraviðtal á mentor, hér má sjá leiðbeiningar um hvernig það er gert: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Könnun um vetrarfrí GRV hefur verið send í pósti til foreldra og óskum við eftir svörum við henni. 

Starfsdagur og vetrarfrí

Mánudaginn 22. október er starfsdagur í GRV og ekki skóli þann dag.

23. - 26.október er vetrarfrí. 

Sjáumst hress og kát mánudaginn 29. október kl. 8:00