Fréttir


Skólasetning

14-08-2017

Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur miðvikudaginn 23. ágúst íþróttahúsinu (gamla salnum):

2. - 4. bekkur kl. 8:30

5. - 7. bekkur kl. 10:00

8. - 10. bekkur kl. 11:30

Eftir skólasetningu er stuttur foreldrafundur hjá viðkomandi umsjónarkennara í umsjónarstofu. 

 

Kennsla hjá 2. -10. bekk hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 24. ágúst. 

 

Einstaklingsviðtöl nemenda og foreldra 1. bekkjar verða miðvikudaginn 23. ágúst.

 

Fimmtudaginn 24. ágúst Kl. 08:00 er skólasetning hjá 1. bekk í sal Hamarsskóla og í framhaldinu er stuttur foreldrafundur. Gott væri því ef foreldrar 1. bekkja nemenda gætu gefið sér tíma til að vera hjá okkur til kl. 9:00 þennan morgun.

 

Hlökkum til að sjá ykkur :)