Nýtt nemendaráð er kosið á hverju hausti og í því eru nemendur úr 8. – 10. bekk. Einn nemandi er kosinn úr hverri bekkjardeild. Nemendaráð hefur umsjón með félagslífi nemenda skólans. Nemendaráð reynir að vinna úr hugmyndum nemenda og virkja þá til starfa í félagslífi skólans undir stjórn umsjónarmanna þess sem nú eru Hildur Jónasdóttir og Ólafía Ósk Sigurðardóttir.

 

Markmið nemendaráðs GRV eru þessi:

 • Bæta félagslíf skólans
 • Sjá um viðburði utan skólatíma fyrir nemendur GRV
 • Halda diskótek fyrir nemendur í 1. – 7. bekk
 • Halda böll fyrir nemendur í 8. – 10. bekk

 

Á síðasta skólaári vann nemendaráðið að eftirtöldum viðburðum:

 • Sá um diskótek fyrir nemendur í 1.-7. bekk - eitt ball á önn fyrir hvern árgang
 • Var með 2 böll fyrir nemendur í 8.-10. bekk (vetrarball og lokaball)
 • Sá um sjoppu á árshátíð, stíl og söngvakeppni
 • Sá um tónlist og kynningu á Stíl og söngvakeppni (Samfés)
 • Var með spurningakeppni nemenda GRV
 • Fundaði reglulega yfir veturinn
 • Pantaði peysur fyrir nemendaráð GRV

 

Á þessu skólaári er fyrirhugað að:

 • Bæta félagslíf skólans
 • Sjá um viðburði utan skólatíma fyrir nemendur GRV
 • Koma að viðburðum á skólatíma (konu- og bóndadagur)
 • Halda diskótek fyrir nemendur í 1.-7. bekk
 • Halda að minnsta kosti 3 böll fyrir nemendur í 8.-10. bekk (haustball, vetrarball/þemaball og lokaball)
 • Sjá um sjoppu á árshátíð, stíl, söngvakeppni
 • Sjá um tónlist og kynningu á Stíl og söngvakeppni (Samfés)
 • Vera með páskaeggjabingó og spurningakeppni nemenda GRV