Gleðilega páska

Páskaleyfi nemenda hefst mánudaginn 15. apríl.

Skóli hefst aftur þriðjudaginn 23. apríl samkvæmt stundatöflu.

Fimmtudaginn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti og frí í skólanum.

Föstudaginn 26. apríl er starfsdagur og frí í skólanum.

Stóra upplestrarkeppnin

Í gær 8. apríl fór fram á Hvolsvelli Stóra upplestrarkeppnin. Fulltrúar okkar í GRV voru Gabríel Ari Davíðsson úr 7.HJH, Hrafnhildur Ýr Steinarsdóttir úr 7. JA, Ísey Heiðarsdóttir úr 7. HJH, varamaður var Embla Harðardóttir úr 7. AP auk þess var sigurverari frá í fyrra Herborg Sindradóttir 8. DGÞ kynnir á keppninni.  

Skólarnir sem tóku þátt auk okkar GRV voru Laugalandsskóli, Grunnskólinn á Hellu, Hvolsskóli, Víkurskóli og Kirkjubæjarskóli.

Lesarar stóðu sig allir með stakri prýði og átti dómnefndin erfitt með að komast að niðurstöðu. Dómnefndina skipuðu þau Jón Hjartarson frá Röddum en hann var jafnframt formaður dómnefndar, Elínborg Siguðardóttir og Katrín Þorbjörg Andrésdóttir sem báðar eru sérkennarar og störfuðu sem kennsluráðgjafar við Skólaskrifstofu Suðurlands.

Í fyrsta sæti er Lilja Dögg Ágústsdóttir úr Hvolsskóla. Í öðru sæti Gabríel Ari Davíðsson úr Grunnskóla Vestmannaeyja og í því þriðja er Sunna Hlín Borgþórsdóttir úr Laugalandsskóla,  Innilega til hamingju öllsömul.

 

Skóladagur Hamarsskóla

Í þessu fréttabréfi má finna allt það helsta um skóladaginn í Hamarsskóla sem verður á fimmtudaginn kl. 17:00-19:00.

https://www.smore.com/app/pages/show_print/5c8f6ff56a79220011d6b5e7

Breyting á skóladegi Hamarsskóla og þemadagar

Dagana 19.- 21. mars verða þemadagar í Hamarsskóla. Þessa daga verður unnið með 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Hver og einn árgangur mun skoða ákveðið þema sem tengist okkar merku bæjarsögu.

Fimmtudaginn 21. mars milli 17-:00 - 19:00 verður skóladagur Hamarsskóla. Að þessu sinni verður hann með breyttu sniði þar sem afrakstur þessara daga og vinna nemenda verður til sýnis og miðpunktur skóladagsins. Hver og einn árgangur verður með atriði á sal sem við munum svo auglýsa á staðnum. Vöfflur og kaffi verða til sölu gegn vægu gjaldi.

Ekki verður danssýning á undan að þessu sinni en hún verður samt sem áður á sínum stað í maí. 

Foreldrafundadagur 19. febrúar

Þriðjudaginn 19. febrúar er foreldrafundadagur þar sem farið verður yfir stöðu nemenda hvað varðar nám og liðan.

Enginn skóli er þann dag en nemendur mæta með foreldrum sínum á fund. Skráning í viðtalið fer fram í gegnum mentor og hér eru leiðbeiningar um hvernig það er gert: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM 

Nemendur hafa fengið eða munu fá heim könnun um líðan þeirra í skólanum, foreldrar eru beðnir um að fara yfir hana með sínum börnum fyrir viðtalið.

Einnig biðjum við foreldra um að fara inn á mentor og skoða það námsmat sem komið er inn, hér má sjá góðar leiðbeiningar frá mentor hvernig það er skoðað. https://www.youtube.com/watch?v=cKCW5q-_QZ8

Við mælum sérstaklega með að foreldrar skoði þetta myndband þar sem farið er yfir skýrslur sem gefa mjög góða yfirsýn yfir námslega stöðu. Tvær skýrslur eru í boði, samantekt í hverri grein fyrir sig og yfirlit yfir stöðu útfrá hæfniviðmiðum, sem er mun ítarlegri. 

https://www.youtube.com/watch?v=18NXars670k