Samstarfsverkefni Áfallateymis ÍBV, félagsþjónustunnar, lögreglunnar og GRV

Að frumkvæði Áfallateymis ÍBV hefur undan farnar tvær vikur verið í gangi samstarfsverkefni á miili þeirra, félagsþjónustunnar, lögreglunnar  og GRV sem snýr að forvörnum. 
 
Nemendur í 9. og 10. bekk GRV horfðu á sjónvarpsmyndina Mannasiði í skólanum. Myndin fjallar um líf tveggja fjölskyldna  sem fer á hvolf þegar drengur er ásakaður um að hafa nauðgað stúlku í menntaskóla.  Sagan spannar um 10 mánuði og fjallar um meint kynferðisbrot, víðtæk áhrif þess, viðbrögð fjölskyldu og samfélags. Hvaða áhrif hefur meint afbrot á gerandann, andlega og félagslega, og hvernig bregst fjölskylda hans við álaginu. Geta tvær manneskjur upplifað sama verknaðinn á gjörólíkan hátt? Hvaða áhrif hefur klámvæðingin á ungt fólk? Og hvaða áhrif hafa kynferðisbrot á vinahópa og fjölskyldur? Samtíminn kallar á nýjar leiðir og ný mörk í samskiptum kynjanna og hvað er til ráða?
 
Í þessari viku  heimsóttu fulltrúar lögreglunnar, félagsþjónustunnar og áfallateymis ÍBV nemendur í 9. og 10. bekk og ræddu við nemendur í smærri hópum. 
 
Við viljum þakka áfallateyminu, félagsþjónustunni og lögreglunni fyrir að gefa sér tíma í þessa vinnu með unglingunum okkar og vonandi er þetta samstarf komið til að vera.
 
Kær kveðja 

Skóladagur Barnaskólans

Skóladagur GRV- Barnaskólans er miðvikudaginn 18. apríl frá kl. 17:00-19:30. Eins og áður verður mikið um að vera: Þrautir og leikir í anddyri, kaffisala 9.bekkja, draugahús og sýning á verkum nemenda. 

Endilega skoðið fréttabréfið hér, en þar má finna allar upplýsingar um daginn: https://www.smore.com/app/pages/preview/mkhtv

Hlökkum til að sjá ykkur.

Samræmd próf endurtekning

Eins og fram hefur komið ákvað mennta- og menningarmálaráðherra að veita nemendum í 9. bekk tækifæri til að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku.  Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sú að samkvæmt grunnskólalögum er menntamálayfirvöldum skylt að bjóða nemendum mat á stöðu sinni í námi. Grunnskólar leggja prófin fyrir nemendur og nemendum ber að þreyta þau.

 
Prófin verða lögð fyrir 8. og 9. maí. Enska þriðjudaginn 8. maí og íslenska miðvikudaginn 9. maí frá kl. 8:30-11:00
 
Í lögum um grunnskóla er heimild til undanþágu frá prófskyldu ef gildar ástæður eru fyrir hendi. Vegna endurfyrirlagnar prófanna verða heimildir til undanþágu rýmkaðar á þann veg að þeir nemendur sem kjósa, að höfðu samráði við forráðamenn, að taka ekki könnunarprófin verða leystir undan prófskyldu
Niðurstöður úr prófunum sem voru lögð fyrri í mars verða sendar heim í dag og geta nemendu þá tekið ákvörðun um hvort þeir vilja þreyta prófið að nýju. Eyðublað vegna undanþágu verður sent heim ásamt bréfi frá menntamálastofnun, umsóknum un undanþágu þarf að skila  fyrir 19. apríl.
Ennfremur hefur ráðuneytið kynnt væntanlegar breytingar á reglugerð nr. 1150/2008  þar sem heimild til að taka mið af niðurstöðum samræmdra könnunarprófa við innritun nemenda í framhaldsskóla er felld á brott. 

Gleðilega páska

Páskaleyfi nemenda hefst mánudaginn 26. mars.

Skóli hefst aftur miðvikudaginn 4. apríl samkvæmt stundatöflu.

Fimmtudaginn 19. apríl er sumardagurinn fyrsti og frí í skólanum.

 

Samræmd próf, yfirlitspróf og PISA

Það má segja að næstu tvær vikur séu "prófavikur"  í unglingadeild.

Samræmd próf í 9.bekk eru miðvikudag, fimmtudag og föstudag og á sama tíma verða yfirlitspróf í 8. og 10. bekk.

Yfirlitsprófin munu taka mið af námsefni vetrarins fram að prófinu og gefur þar með nemendum tækifæri til að bæta hæfni sína í þessum fögum.

Miðvikudaginn 14. mars fer svo 10. bekkur í Pisa könnunina.

Planið fyrir vikurnar er eftirfarandi:

 

Miðvikudagur 7. mars:

Samræmt próf í íslensku - 9. bekkur

Yfirlitspróf í stærðfræði - 8. og 10.bekkur

 

Fimmtudagur 8. mars.

Samræmt próf í stærðfræði - 9. bekkur

Yfirlitspróf í ensku - 8. og 10. bekkur

 

Föstudagur 9. mars.

Samræmt próf í ensku- 9. bekkur

Yfirlitspróf í íslensku - 8. og 10.bekkur

 

Þriðjudagur 13. mars.

Yfirlitspróf í dönsku 8., 9. og 10.bekkur

 

Miðvikudagur 14. mars

PISA könnun hjá 10.bekk

 

Sjúkrapróf verða fimmtudaginn 15. mars