Fréttir


Skólahald frá 5. janúar

04-01-2021

Þriðjudaginn 5. janúar hefst skóli á ný eftir jólalaeyfi.

Skóli verður samkvæmt stundatöflu og nú hefur verið létt talsvert á takmörkunum í skólastarfi sem þýðir að við getum haft skólahald með nokkuð eðlilegum hætti. 

  • Hafragrautur verður aftur í boði á morgnana.
  • Hádegismatur verður í boði á ný.
  • Félagsaðstaða opnar fyrir unglingastigið í frímínútum.
  • Valgreinar á unglingastigi byrja aftur með hefðbundnum hætti.
  • List- og verkgreinar á miðstigi verða með hefðbundnum hætti.

Áfram þarf að huga vel að sóttvörnum í skólanum og sótthreinsa á milli hópa.

2 m reglan er í gildi meðal starfsfólks og grímuskylda þar sem ekki næsta að halda 2m. Grímuskylda hjá starfsfólki í matsal. 

Engin grímuskylda hjá nemendum.

Hámark 50 nemendur í hverju rými og hámark 20 starfsmenn. 

Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til. Stjórnendum grunnskóla er heimilt að krefja foreldra, þurfi þeir að koma inn í skóla­bygg­ingu, um að nota andlitsgrímur.

 

Hér má finna nýjustu reglurnar sem gilda til 28. febrúar 2021: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=72703eb0-47b7-4de1-8723-5ef869658e81

 

Vonandi hafa allir haft það gott í jólaleyfinu og komi endurnærðir í skólann á ný.

Við hlökkum til að hitta nemendur og klára seinni helminginn af skólaárinu :)

Stjórnendur GRV