Skólahald fram að jólaleyfi
Við höldum áfram að vinna eftir þeim reglum sem í gildi eru og viljum gera það vel og komast hjá því að þurfa að senda nemendur og starfsfólk í sóttkví eða einangrun yfir jólahátíðina. Þess vegna reynum við að takmarka blöndun nemenda í bekkjum/árgöngum.
Helstu breytingar eru að að grímuskylda og nálægðartakmarkanir á unglingastigi falla út. Sem þýðir að skóladagur á unglingastigi verður aftur með hefðbundnum hætti, nema að valgreinar falla áfram niður.
- Grímuskylda kennara vegna nálægðar við nemendur gildir gagnvart nemendum í 8.-10. bekk, en ekki yngri nemendum.
- Reglur um blöndun, fjölda, grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum leik- og grunnskóla.
- Um fjölda í íþrótta- og tómstundastarfi fari eftir leik- og grunnskólareglunum, blöndun nemenda er leyfileg í íþróttatímum.
- Nemendur í 1.-10. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu.
- Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.-4. bekk í hverju rými og ekki fleiri en 25 í hverju rými í 5. -10. bekk.
- Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að nemendur í 8.-10. bekk og starfsfólk notist við andlitsgrímu.
- Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til, þá beri þeir andlitsgrímur.
- Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem kennarar tónlistarskóla, starfsfólk skólaþjónustu og vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur.
Þar sem ekki má blanda hópum eða hafa fleiri en 25 nemendur í sama rými á miðstigi sjáum við okkur ekki fært að bjóða upp á hádegismat á miðstigi. Nemendur þurfa því að mæta áfram með tvöfalt nesti. Annars fer skólahald á yngsta - og miðstigi eftir gildandi stundatöflu og er með nokkuð eðlilegum hætti.
Bestu kveðjur,
Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri