Fréttir


Maríta fræðsla

27-02-2015

Marita fræðsla er forvarnarfræðsla þar sem Magnús Stefánsson, fræðslufulltrúi og óvirkur fíkill ræðir um fíknina og afleiðingar hennar. Einnig ræðir Magnús um tölvunotkun og samskiptamiðla.

Markmið með fræðslunni eru m.a. að brýna fyrir ungmennum að þau beri ábyrgð á eigin lífi og hvetja þau til að vega og meta áhrif fyrirmynda, taka afstöðu gegn neyslu vímuefna og móta sér heilbrigðan og ábyrgan lífsstíl. Þessi markmið eru í samræmi við markmið aðalnámskrá grunnskóla í lífsleikni.

Fræðsla fyrir foreldra verður þriðjudaginn 3. mars.

kl. 11:45   5. bekkur nemendur og foreldrar í sal Hamarsskólans.

Kl. 17:00   foreldrar 7., 8. og 9. bekkja  í Safnaðarheimilinu.

Kl. 18:30   foreldrar 10. bekkinga og foreldrar framhaldsskólanemenda í Safnaðarheimilinu.