Skólahald frá 5. janúar

Þriðjudaginn 5. janúar hefst skóli á ný eftir jólalaeyfi.

Skóli verður samkvæmt stundatöflu og nú hefur verið létt talsvert á takmörkunum í skólastarfi sem þýðir að við getum haft skólahald með nokkuð eðlilegum hætti. 

 • Hafragrautur verður aftur í boði á morgnana.
 • Hádegismatur verður í boði á ný.
 • Félagsaðstaða opnar fyrir unglingastigið í frímínútum.
 • Valgreinar á unglingastigi byrja aftur með hefðbundnum hætti.
 • List- og verkgreinar á miðstigi verða með hefðbundnum hætti.

Áfram þarf að huga vel að sóttvörnum í skólanum og sótthreinsa á milli hópa.

2 m reglan er í gildi meðal starfsfólks og grímuskylda þar sem ekki næsta að halda 2m. Grímuskylda hjá starfsfólki í matsal. 

Engin grímuskylda hjá nemendum.

Hámark 50 nemendur í hverju rými og hámark 20 starfsmenn. 

Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til. Stjórnendum grunnskóla er heimilt að krefja foreldra, þurfi þeir að koma inn í skóla­bygg­ingu, um að nota andlitsgrímur.

 

Hér má finna nýjustu reglurnar sem gilda til 28. febrúar 2021: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=72703eb0-47b7-4de1-8723-5ef869658e81

 

Vonandi hafa allir haft það gott í jólaleyfinu og komi endurnærðir í skólann á ný.

Við hlökkum til að hitta nemendur og klára seinni helminginn af skólaárinu :)

Stjórnendur GRV

Gleðileg jól

Litlu jólin og jólaleyfi

Þar sem takmarkanir um fjöldatakmarkanir og blöndun nemenda eru enn í gildi í skólum verður ekki hægt að halda litlu jólin okkar með sama sniði og áður. 

Litlu jólin munu að þessu sinni vera haldin á skólatíma þann 17. desember 

1. - 4. bekkur: Jólaball og samvera í stofu og nemendum verður boðið upp á kakó, smákökur og mandarínur. Skóli hefst og lýkur eins og venjulega. Nemendur fara í sína íþróttatíma, en þeir nemendur sem eiga að fara sund þennan dag fara í íþróttir. 

5. - 7. bekkur klárar smiðjudagana sína fyrripart dags og verða svo með samveru í stofu eftir frímínútur og þar til skóla lýkur kl.12:30.  Nemendur mega taka með sér drykki og nasl.

 8. -10. bekkur: Skóli frá 8:20-11:20, samvera í stofu. Nemendur mega taka með sér drykki og nasl.

 

Við hvetjum nemendur til að mæta í betri fötum í skólann þrátt fyrir óhefðbundin litlu jól. 

 

Jólaleyfi nemenda hefst 18. desember og skóli hefst á ný samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 5. janúar. 

Heilsdagsvistun er á Frístund 18., 21., 22. 28., 29. og 30. desember. 

 

Við í GRV óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Hafið það gott yfir hátíðarnar. 

 

               

 

Jóladagatal GRV

Nemendum í Grunnskóla Vestmannaeyja langaði að lífga upp á tilveruna núna í desember.

Þeir ákváðu að gera jóladagatal og mun hver bekkur eiga sinn dag fram að jólum.

Á hverjum degi birtist nýr hlekkur þar sem verkefni, söngur, leikur og almenn gleði mun blasa við þeim sem opnar.

Nemendur teiknuðu myndirnar sem eru við hvern dag. 

Endilega fylgist vel með hér:

https://bit.ly/joladagatalgrv2020

Skólahald fram að jólaleyfi

UPPFÆRT !
Takmarkanir á skólahaldi til 31. desember. 
https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-og-covid-19/#gunnskolar
Þetta þýðir að skólahald verður með nánast óbreyttum hætti til fram að jólaleyfi. Nýjar reglur um skólastarf taka svo gildi 1. janúar 2021. 
 

Við höldum áfram að vinna eftir þeim reglum sem í gildi eru og viljum gera það vel og komast hjá því að þurfa að senda nemendur og starfsfólk í sóttkví eða einangrun yfir jólahátíðina. Þess vegna reynum við að takmarka blöndun nemenda í bekkjum/árgöngum.

Helstu breytingar eru að að grímuskylda og nálægðartakmarkanir á unglingastigi falla út. Sem þýðir að skóladagur á unglingastigi verður aftur með hefðbundnum hætti, nema að valgreinar falla áfram niður. 

 

 • Grímuskylda kennara vegna nálægðar við nemendur gildir gagnvart nemendum í 8.-10. bekk, en ekki yngri nemendum.
 • Reglur um blöndun, fjölda, grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum leik- og grunnskóla.
 • Um fjölda í íþrótta- og tómstundastarfi fari eftir leik- og grunnskólareglunum, blöndun nemenda er leyfileg í íþróttatímum. 
 • Nemendur í 1.-10. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu.
 • Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.-4. bekk í hverju rými og ekki fleiri en 25 í hverju rými í 5. -10. bekk. 
 • Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að nemendur í 8.-10. bekk og starfsfólk notist við andlitsgrímu.
 • Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til, þá beri þeir andlitsgrímur.
 • Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem kennarar tónlistarskóla, starfsfólk skólaþjónustu og vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur.

Þar sem ekki má blanda hópum eða hafa fleiri en 25 nemendur í sama rými á miðstigi sjáum við okkur ekki fært að bjóða upp á hádegismat á miðstigi. Nemendur þurfa því að mæta áfram með tvöfalt nesti. Annars fer skólahald á yngsta - og miðstigi eftir gildandi stundatöflu og er með nokkuð eðlilegum hætti. 

 

Bestu kveðjur,
Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri