Sumarlestur

Við í GRV hvetjum nemendur til að lesa í sumar og halda utan um hve mikið þau lesa.

Sumarlestur á yngsta stigi er í tengslum við sumarlestur á Bókasafni Vestmannaeyja en þar er neðarsjávarþema og búið er að skreyta safnið í takt við það.
Á mið - og unglingastigi er lestrarhesturinn frá menntamálastofnun en þar er þemað að ferðast um Ísland, lestrarlandakort. 
Allir nemendur sem skila inn sumarlestrarhesti í haust fá viðurkenningu frá skólanum. 
Hér má finna sumarlestrarhestana, til útprenntunar. https://grv.is/is/page/sumarlestur 

Frístundaver í Hamarsskóla næsta vetur.

Til stendur að flytja frístundaver úr Þórsheimili í Hamarsskóla í haust. Frístundaverið mun hafa aðstöðu á neðri hæð í vesturálmu skólans, þar mun það hafa aðstöðu í þremur kennslustofum og með aðgang að annarri aðstöðu innan og utan skólans. Þetta er sú aðstaða sem frístund kemur til með að hafa áfram eftir að viðbyggingu lýkur og því tekin ákvörðun um að taka þetta skref strax í haust. 

Frístund opnar fyrir börn sem eru að fara í fyrsta bekk þann 11. ágúst næstkomandi. Vikuna á eftir, eða þann 17. ágúst verður tekið við öllum þeim börnum sem fengið hafa vistun. 

Búið er að opna fyrir skráningar í íbúagáttinni https://ibuagatt.vestmannaeyjar.is/login.aspx?ReturnUrl=%2f

Eins og undanfarin ár verður kynningarfundur á starfseminni fyrir foreldra, en sá fundur verður auglýstur þegar nær dregur. 

Við í Grunnskóla Vestmannaeyja erum spennt fyrir því að fá Frístundaverið í Hamarsskólann, þetta býður uppá mikla möguleika og aukið samstarf milli skóla og frístundavers um skipulag dagsins með þarfir barna að leiðarljósi. Auk þess sem aðstaðan fyrir börnin verður mun betri en áður. 

Umsjónarmaður frístundaversins verður sem áður Anton Örn Björnsson, netfangið hans er: anton@vestmannaeyjar.is

Síðustu dagar skólaársins

Maí skipulag

Hér má sjá skipulag fyrir síðustu vikur skólaársins. 

Hefðbundið skólastarf 4. maí.

Á mánudaginn, þann 4. maí hefst skólastarf á ný með eðlilegum hætti. 
Engar takmarkanir eru á fjölda nemenda og tekur þess vegna hefðbundin stundatafla gildi strax á mánudag. 
Íþróttakennarar munu senda út plan varðandi íþróttir í maí, en áherslan mun vera á útileikfimi þó heimilt sé að hafa íþróttir og sund í íþróttahúsinu. 
Hafragrautur og hádegismatur verða á sínum stað en ekki verður boðið upp á ávaxtaáskrift og ekki verður hægt að kaupa mat í frímínútum á unglingastigi. 
Mælst er til þess að skólar og foreldrafélög skipuleggi ekki fjölmennar samkomur, þess vegna verður uppábrot maí með öðrum hætti en vanalega og einungis bundið við nemendur. Engin skólaferðalög verða farin og líklegt að útskrift 10. bekkjar og skólaslit verði með óhefðbundnum hætti. 
Einnig er mælst til þess að takmarka almennt gestakomur fullorðinna í skólana og viljum við minna sérstaklega á það að foreldrar komi ekki inn í skólana að óþörfu eða án samþykki stjórnenda. 
 
Skólinn mun áfram huga að góðum sóttvörnum; stuðla að hreinlæti, handþvotti og sótthreinsun á þeim svæðum sem margir ganga um og fylgja viðbragðsáætlun ef grunur vaknar um smit. 
 
Hlökkum til að taka lokasprettinn með ykkur á hefðbundinn hátt:)  
Stjórnendur GRV.