Fréttir


Vinavika og baráttudagur gegn einelti

14-11-2018

Í síðustu viku var vinavika í skólanum. 

Í tilefni hennar var unnið með margt skemmtilegt. Allir bekkir unnu með gildi GRV: GLEÐI – ÖRYGGI – VINÁTTA  og ræddu mun á einelti og samskiptavanda.

Á mánudeginum var ruglusokkadagur, þriðjudeginum íþróttabúningadagur og á föstudeginum kósýfata dagur þann dag var spiluð róleg tónlist og lesið á göngum milli kl. 8:00 - 8:15.  

Starfsfólk skólans bauð svo nemendum upp á nýbakaðar pönnukökur.

Fimmtudaginn 8. nóvember var baráttudagur gegn einelti og héldum við upp á þann dag í GRV. Vinabekkir hittust í Barnaskólanum og áttu saman góðan tíma við að vinna ýmis verkefni. 

Í báðum skólum hófst vinna við sameiginleg verkefni sem fara upp á veggi í báðum skólahúsnæðum. Í Barnaskóla voru unnin stór hjörtu með köllum sem nemendur skreyta með mismunandi fánum og í Hamarsskóla verður gert verk úr gildum skólans.

Endilega skoðið myndir frá vinavikunni hér.