Fréttir


Samræmd próf endurtekning

16-04-2018

Eins og fram hefur komið ákvað mennta- og menningarmálaráðherra að veita nemendum í 9. bekk tækifæri til að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku.  Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sú að samkvæmt grunnskólalögum er menntamálayfirvöldum skylt að bjóða nemendum mat á stöðu sinni í námi. Grunnskólar leggja prófin fyrir nemendur og nemendum ber að þreyta þau.

 
Prófin verða lögð fyrir 8. og 9. maí. Enska þriðjudaginn 8. maí og íslenska miðvikudaginn 9. maí frá kl. 8:30-11:00
 
Í lögum um grunnskóla er heimild til undanþágu frá prófskyldu ef gildar ástæður eru fyrir hendi. Vegna endurfyrirlagnar prófanna verða heimildir til undanþágu rýmkaðar á þann veg að þeir nemendur sem kjósa, að höfðu samráði við forráðamenn, að taka ekki könnunarprófin verða leystir undan prófskyldu
Niðurstöður úr prófunum sem voru lögð fyrri í mars verða sendar heim í dag og geta nemendu þá tekið ákvörðun um hvort þeir vilja þreyta prófið að nýju. Eyðublað vegna undanþágu verður sent heim ásamt bréfi frá menntamálastofnun, umsóknum un undanþágu þarf að skila  fyrir 19. apríl.
Ennfremur hefur ráðuneytið kynnt væntanlegar breytingar á reglugerð nr. 1150/2008  þar sem heimild til að taka mið af niðurstöðum samræmdra könnunarprófa við innritun nemenda í framhaldsskóla er felld á brott.