Fréttir


Föndurdagur 7. desember

06-12-2017

Fimmtudaginn 7. des. verður föndurdagurinn okkar í GRV- Hamarsskóla, þá leggjum við hefðbundið skólastarf til hliðar. Nemendur blandast á milli árganga og föndurstöðvar verða um allan skóla. 
Við höfum boðið foreldrum að vera með á þessum degi og hefur verið mikil ánægja með það. Ef þið hafið tækifæri til að vera með okkur þennan morgun eða part úr morgni langar okkur að bjóða ykkur sérstaklega velkomin í skólann þennan dag. 
Allir nemendur fara á þrjár föndurstöðvar, frá kl. 8:00 – 9:20, frímínútur frá kl. 9:20 – 9:40, 9:40 – 10:00 er nestistími.
Nemendur byrja aftur að föndra kl. 10:00 – 11:00, frímínútur frá kl. 11:00 – 11:20 og þriðja föndurstöðin hefst kl. 11:20 og lýkur skóla þennan dag kl. 12:40. 
Foreldrum er boðið upp á kaffisopa í matsal skólans í frímínútum.