Fréttir


Göngum í skólann

05-09-2017

Verkefnið Göngum í skólann hefst á landsvísu miðvikudaginn 6. september. Við í GRV ætlum að hefja verkefnið á fimmtudaginn 7. sept. Þá fara nemendur í 8. - 10. bekk og heimsækja nemendur í 1. -3. bekk í Hamarsskólanum, þar sem þau vinna saman skemmtileg verkefni, lesa saman og fara út í leiki.

Nemendur í 4. og 5. bekk koma í Barnaskólann og heimsækja 6. og 7. bekk og gera eitthvað skemmtilegt saman. Í lokin fá allir nemendur ávexti. 

Keppni um gullskóinn í 1. -7. bekk hefst mánudaginn 11. september og stendur í tvær vikur.

Á heimasíðu Göngum í skólann má finna ýmsar upplýsingar um verkefnið. www.gongumiskolann.is