Fréttir


Skólalok

26-05-2017

Nú fer að líða að skólalokum í GRV.

Nemendur í 10. bekk eru að klára lokaverkefnið sitt og kynning á því fyrir kennara og foreldra verður þriðjudaginn 30. maí kl. 17:00

29. - 31. maí verða starfsfræðsludagar hjá 8. og 9. bekk og munu þau kynna sér fiskvinnsluiðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn í Vestmannaeyjum þessa daga. 31. maí verður kynning á verkefnum fyrir foreldra kl. 10-11

29. og 30. maí verða Fjölgreindaleikar hjá 1. -7. bekk haldnir í annað sinn og mæta allir nemendur í Hamarsskóla á mánudag kl. 8:00

Enginn hádegismatur verður þessa daga í Barnaskólanum en matur verður með hefðbundunu sniði í Hamarsskóla.

 

1. júní er starfsdagur og útskrift hjá 10. bekk í Höllinni kl. 17:30

Skólaslit í GRV eru föstudaginn 2. júní og verða þau með nýjum hætti þetta árið.

Skólaslitin verða í Íþróttahúsinu:

Hamarsskóli 1. – 5. bekkur kl. 09:30                                     

Barnaskóli 6. – 9. bekkur kl. 11:00

Eftir skólaslitin í Íþróttahúsinu ganga nemendur og foreldrar ásamt kennurum upp í skóla og fara í stofurnar sínar til að fá vitnisburð frá umsjónarkennurum.