Fréttir


Val fyrir næsta skólár

16-05-2017

Síðasta föstudag var haldin valgreinakynning fyrir nemendur í 7. -9. bekk. Þar kynntu valgreinakennarar val fyrir næsta skólaár. Hægt er að nálgast valbókina undir flipanum "námið" þar má finna upplýsingar um alla valáfanga sem í boði verða á næsta skólaári.
Í fyrsta sinn verða nemendur látnir velja rafrænt og var póstur með upplýsingum sendur heim fyrir helgi.

Nemendur þurfa að nota google aðganginn sinn til að geta valið og hér má sjá góðar leiðbeiningar um hvernig þeir gera það.