Fréttir


Síma - og snjalltækjanotkun í GRV

10-05-2017

Nemendur á unglingastigi hafa samið nýjar síma - og snjalltækjareglur fyrir GRV. Hver bekkur ræddi hvernig þeir vildu hafa reglurnar um þessi tæki.

Einn fulltrúi úr hverjum bekk var valinn til að funda með stjórnendum og setja saman skjal sem allir væru sáttir við.

Nemendurnir ásamt aðstoðarskólastjóra kynntu þetta svo í bekkjunum í morgun.