Fréttir


Nýir starfsmenn

27-04-2017

Nýr ritari hefur verið ráðinn í Hamarsskóla. Heiðrún Lára Jóhannsdóttir mun hefja störf við Grunnskóla Vestmannaeyja þann 2. maí.

Bjóðum við hana velkomna til starfa.

Guðrún Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri á Víkinni, 5 ára deildinni. Guðrún hefur verið deildarstjóri á Víkinni í vetur og tekur nú við sem aðstoðarskólastjóri ásamt starfi inni á deild.