Fjarvistir og leyfi

Fjarvistir nemenda ráða miklu um hvort góður árangur næst í námi hvers og eins. Lög kveða skýrt á um að forráðamenn sjái um að nemendur sæki skóla dag hvern. Óheimilar fjarvistir nemenda og að mæta of seint hafa áhrif á skólasóknareinkunn hvers og eins. Þegar um veikindi umfram tíu daga er að ræða á skólaárinu getur skólinn krafist vottorðs frá lækni.

Um leyfi gildir eftirfarandi:

  • Umsjónarkennari veitir leyfi í 1-2 daga.
  • Þurfi nemandi leyfi í 3-5 daga geta foreldrar/forráðamenn sótt um slíkt í tölvupósti til skólastjórnenda eða fyllt út sérstakt eyðublað (sjá leyfi umfram 5 daga).
  • Leyfi umfram 5 daga er litið á sem tímabundna undanþágu frá skólasókn og skal því sækja um slíkt á sérstöku eyðublaði sem má nálgast á skrifstofa skólans eða á heimasíðunni (www.grv.is) undir flipanum eyðublöð.

Skólinn áskilur sér rétt til að hafna tímabundinni undanþágu frá skólasókn ef ástæða þykir til, sbr. 15. gr. laga um grunnskóla.

Athugið að öll röskun á námi nemanda sem hlýst af leyfi til lengri eða skemmri tíma er á ábyrgð foreldra eða forráðamanna og því eðlilegt að reyna að lágmarka fjarveru frá skóla eins og hægt er.

 

  • Nemandi sem ekki getur sótt íþrótta- eða sundtíma í tvær vikur eða meira skilar vottorði til ritara skólans.
  • Nemandi sem ekki getur sótt íþrótta- eða sundtíma eftir veikindi fer á bókasafn skólans. Æskilegt er að nemandinn nýti þann tíma vel, t.d. til heimanáms.
  • Ef nemandi er slasaður geta foreldrar/forráðamenn haft samband við íþróttakennara og e.t.v. er gott að nemandinn mæti í íþróttatíma og geri þær æfingar sem hann getur og kennari ráðleggi honum með æfingar.

Undanfarin ár hefur verið lögð aukin áhersla á mætingar nemenda þar sem aukin fylgni er á milli góðrar ástundunar og góðs árangurs í námi.

Starfsmenn skólans vinna eftir eftirfarandi vinnuferli. Ef einkunn nemanda er komin í:

  • 7,0 hefur umsjónarkennari samband við foreldra/forráðamenn símleiðis og boðar þá og nemanda á fund.
  • 5,0 boðar umsjónarkennari nemanda, foreldra/forráðamenn til fundur með umsjónarkennara og stjórnanda og nemanda boðinn ástundunarsamningur.
  • 3,0 tilkynning til félagsmálayfirvalda vegna slakrar skólasóknar.