Fréttir


Gleðilega páska

10-04-2019

Páskaleyfi nemenda hefst mánudaginn 15. apríl.

Skóli hefst aftur þriðjudaginn 23. apríl samkvæmt stundatöflu.

Fimmtudaginn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti og frí í skólanum.

Föstudaginn 26. apríl er starfsdagur og frí í skólanum.

Stóra upplestrarkeppnin

09-04-2019

Í gær 8. apríl fór fram á Hvolsvelli Stóra upplestrarkeppnin. Fulltrúar okkar í GRV voru Gabríel Ari Davíðsson úr 7.HJH, Hrafnhildur Ýr Steinarsdóttir úr 7. JA, Ísey Heiðarsdóttir úr 7. HJH, varamaður var Embla Harðardóttir úr 7. AP auk þess var sigurverari frá í fyrra Herborg Sindradóttir 8. DGÞ kynnir á keppninni.  

Skólarnir sem tóku þátt auk okkar GRV voru Laugalandsskóli, Grunnskólinn á Hellu, Hvolsskóli, Víkurskóli og Kirkjubæjarskóli.

Lesarar stóðu sig allir með stakri prýði og átti dómnefndin erfitt með að komast að niðurstöðu. Dómnefndina skipuðu þau Jón Hjartarson frá Röddum en hann var jafnframt formaður dómnefndar, Elínborg Siguðardóttir og Katrín Þorbjörg Andrésdóttir sem báðar eru sérkennarar og störfuðu sem kennsluráðgjafar við Skólaskrifstofu Suðurlands.

Í fyrsta sæti er Lilja Dögg Ágústsdóttir úr Hvolsskóla. Í öðru sæti Gabríel Ari Davíðsson úr Grunnskóla Vestmannaeyja og í því þriðja er Sunna Hlín Borgþórsdóttir úr Laugalandsskóla,  Innilega til hamingju öllsömul.

 

Skóladagur Hamarsskóla

19-03-2019

Í þessu fréttabréfi má finna allt það helsta um skóladaginn í Hamarsskóla sem verður á fimmtudaginn kl. 17:00-19:00.

https://www.smore.com/app/pages/show_print/5c8f6ff56a79220011d6b5e7

Breyting á skóladegi Hamarsskóla og þemadagar

07-03-2019

Dagana 19.- 21. mars verða þemadagar í Hamarsskóla. Þessa daga verður unnið með 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Hver og einn árgangur mun skoða ákveðið þema sem tengist okkar merku bæjarsögu.

Fimmtudaginn 21. mars milli 17-:00 - 19:00 verður skóladagur Hamarsskóla. Að þessu sinni verður hann með breyttu sniði þar sem afrakstur þessara daga og vinna nemenda verður til sýnis og miðpunktur skóladagsins. Hver og einn árgangur verður með atriði á sal sem við munum svo auglýsa á staðnum. Vöfflur og kaffi verða til sölu gegn vægu gjaldi.

Ekki verður danssýning á undan að þessu sinni en hún verður samt sem áður á sínum stað í maí. 

Foreldrafundadagur 19. febrúar

15-02-2019

Þriðjudaginn 19. febrúar er foreldrafundadagur þar sem farið verður yfir stöðu nemenda hvað varðar nám og liðan.

Enginn skóli er þann dag en nemendur mæta með foreldrum sínum á fund. Skráning í viðtalið fer fram í gegnum mentor og hér eru leiðbeiningar um hvernig það er gert: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM 

Nemendur hafa fengið eða munu fá heim könnun um líðan þeirra í skólanum, foreldrar eru beðnir um að fara yfir hana með sínum börnum fyrir viðtalið.

Einnig biðjum við foreldra um að fara inn á mentor og skoða það námsmat sem komið er inn, hér má sjá góðar leiðbeiningar frá mentor hvernig það er skoðað. https://www.youtube.com/watch?v=cKCW5q-_QZ8

Við mælum sérstaklega með að foreldrar skoði þetta myndband þar sem farið er yfir skýrslur sem gefa mjög góða yfirsýn yfir námslega stöðu. Tvær skýrslur eru í boði, samantekt í hverri grein fyrir sig og yfirlit yfir stöðu útfrá hæfniviðmiðum, sem er mun ítarlegri. 

https://www.youtube.com/watch?v=18NXars670k

 

Óveður - ófærð

05-02-2019

Eftirfarandi kafla um óveður og ófærð má finna í starfsáætlun skólans

 

Óveður – ófærð

Stefna skólans er að leggja ekki niður skólahald nema brýna nauðsyn beri til.

Í óveðri eru stjórnendur skólans alltaf í sambandi við lögreglu og ástandið metið, þ.e. hvort ástæða sé til að leggja skólahald niður. Er það þá gert í samráði við lögreglu, ef staðan er metin þannig að ekki sé óhætt að vera á ferli.

Telji forráðamenn nemenda veður eða veðurútlit varhugavert þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla varðandi skólahald, er það alltaf foreldra að meta hvort þeir telji rétt að senda börn sín af stað í skólann og ber þá að tilkynna forföll til ritara/umsjónarkenna strax að morgni. Alltaf er starfsfólk til staðar í skólanum til að taka á móti þeim sem komast. Í hvert skipti verður metið hvort nemendur geti farið fótgangandi á milli skólahúss og íþróttahúss. Ef óveður skellur á meðan nemendur eru í skólanum þá er nemendum skólans ekki hleypt heim nema foreldrar sæki þá eða tryggi börnum sínum örugga heimferð á annan hátt. Nemendum er tryggð aðstaða í skólanum svo lengi sem þarf. 

Breyting á foreldrafundadegi

14-01-2019

Foreldrafundadagur í janúar sem samkvæmt skóladagatali átti að vera 23. janúar, hefur verið færður til 19. febrúar.

 

Skóli hefst á ný eftir jólafrí

04-01-2019

Skóli hefst mánudaginn 7. janúar samkvæmt stundatöflu.

Jólakveðja

21-12-2018

Litlu jólin

18-12-2018

19. desember Litlu jól hjá 5. -10. bekk

kl. 16:00 - 18:00        Litlu jól hjá 5 -7. bekk, dansað kringum jólatré og samvera í stofu.

kl. 17:00-19:00          Litlu jól hjá 8. -10. bekk, dansað kringum jólatré og samvera í stofu.

Nemendur mega taka með sér drykki og nasl.

20. desember Litlu jól hjá 1. -4. bekk

Jólaball og samvera í stofu, nemendum verður boðið upp á kakó, smákökur og mandarínur.

kl. 08:00 - 10:00        3. og 4. bekkur 

kl. 10:00 - 12:00        1. og 2. bekkur                    

Jólasveinar mæta á staðinn

Könnun um vetrarfrí í GRV

10-12-2018

Fyrir nokkru síðan var send út könnun varðandi vetrarfrí í GRV.

Könnunin var send út á foreldra, kennara, annað starfsfólk og nemendur í 5. -10.bekk.

Helstu niðurstöður eru þær að vetrarfrí nýttist 40,9 % foreldra vel eða mjög vel, 75% foreldra vilja vetrarfrí og það eru örlítið fleiri sem vilja tvö stutt frekar en eitt langt. 

Vertrarfrí nýttist vel hjá kennurum og þar er jafnt hvort eigi að vera eitt langt eða tvö stutt vetrarfrí.

Hjá öðru starfsfólki skólans nýttist vetrarfríið einnig vel og þar eru flestir sem velja tvö stutt vetrarfrí.

Þegar svör nemenda eru skoðuð þá eru það 95,6% nemenda sem segja að vetrarfríið hafi nýst þeim vel eða mjög vel og 56,6 % nemenda velja eitt langt vetrarfrí.

Þetta eru áhugaverðar niðurstöður sem verða nýttar við gerð skóladagatals 2019-2020.  

Frekari niðurstöðurnar má sjá hér. 

Desember

29-11-2018

Það verður nóg um að vera hjá okkur í GRV í desember.

Föndurdagurinn í Hamarsskóla verður fimmtudaginn 6. desember. Foreldrar velkomnir þann dag í skólann og taka þátt í deginum með okkur.

Jólasundmót hjá 6. og 7. bekk verður föstudaginn 14. desember.

Smiðjudagar á miðstigi verða 17. -19. desember.

Helgileikurinn hjá 5. bekk verður sýndur í Landakirkju sunnudaginn 16. desember og svo í Hamarsskóla 13. des. Einnig verður sýning á Hraunbúðum sama dag.

Litlu jólin í 5. -10.bekk verða seinnipart þann 19. des.

Litlu jólin í 1. -4. bekk verða að morgni þann 20. des. 

Jólafrí nemenda hefst föstudaginn 21. desember. 

Vinavika og baráttudagur gegn einelti

14-11-2018

Í síðustu viku var vinavika í skólanum. 

Í tilefni hennar var unnið með margt skemmtilegt. Allir bekkir unnu með gildi GRV: GLEÐI – ÖRYGGI – VINÁTTA  og ræddu mun á einelti og samskiptavanda.

Á mánudeginum var ruglusokkadagur, þriðjudeginum íþróttabúningadagur og á föstudeginum kósýfata dagur þann dag var spiluð róleg tónlist og lesið á göngum milli kl. 8:00 - 8:15.  

Starfsfólk skólans bauð svo nemendum upp á nýbakaðar pönnukökur.

Fimmtudaginn 8. nóvember var baráttudagur gegn einelti og héldum við upp á þann dag í GRV. Vinabekkir hittust í Barnaskólanum og áttu saman góðan tíma við að vinna ýmis verkefni. 

Í báðum skólum hófst vinna við sameiginleg verkefni sem fara upp á veggi í báðum skólahúsnæðum. Í Barnaskóla voru unnin stór hjörtu með köllum sem nemendur skreyta með mismunandi fánum og í Hamarsskóla verður gert verk úr gildum skólans.

Endilega skoðið myndir frá vinavikunni hér.

 

 

 

Foreldrafundadagur 7. nóvember og foreldrakönnun

30-10-2018

Miðvikudaginn 7. nóvember er foreldrafundadagur, þann dag mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal til umsjónarkennara.

Enginn skóli er þennan dag.

Foreldrar bóka foreldraviðtal á mentor, hér má sjá leiðbeiningar um hvernig það er gert: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Könnun um vetrarfrí GRV hefur verið send í pósti til foreldra og óskum við eftir svörum við henni. 

Starfsdagur og vetrarfrí

18-10-2018

Mánudaginn 22. október er starfsdagur í GRV og ekki skóli þann dag.

23. - 26.október er vetrarfrí. 

Sjáumst hress og kát mánudaginn 29. október kl. 8:00

Fréttir úr skólastarfi

18-10-2018

Síðan skólinn fór af stað hefur verið mikið um að vera í skólanum.

Skólaárið byrjaði með átakinu Göngum í skólann sem var frá 5. sept. - 10. október. Keppni um gullskóinn á yngsta- og miðstigi var í tvær vikur á þessu tímabili og voru það 4. SJ og 7. AP.  Nemendur stóðu sig vel í þessu átaki og það sást á því hve margir komu á hjólum eða gangandi á mun minni umferð við skólann.

Náttúruvísindadagar á unglingastigi voru 12. og 13. september. Nemendur voru heppnir með veður og gerðu mörg skemmtileg verkefni í náttúru Vestmannaeyja.

Samræmduprófin í 4. og 7. bekk voru í lok september og gekk fyrirlögn vel og eru niðurstöður eru væntanlegar um mánaðarmótin okt/nóv. 

GRV bauð nemendum í 9. og 10.bekk á myndina Lof mér að falla, unnið var með efni myndarinnar í bekkjum ásamt því að lögreglan heimsótti nemendur í 10.bekk, þar sköpuðust miklar og góðar umræður um mikilvægt málefni.

GRV ásamt foreldrafélagi GRV bauð öllum foreldrum og forráðarmönnum í Vestmannaeyjum uppá fræðsluerindi mánudaginn 15. október um skjánotkun barna og unglinga. 89 manns komu. Við þökkum kærlega fyrir mætinguna. Einnig fengu nemendur á miðstigi og unglingastigi fyrirlestur um skjánotkun. 

Skólabyrjun

27-08-2018

Grunnskóli Vestmannaeyja var settur fimmtudaginn 23. ágúst.

Skólasetningin var að þessu sinni í íþróttahúsinu fyrir 2. -10. bekk. Anna Rós skólastjóri ræddi við nemendur og foreldra og Jarl tók skólasönginn okkar, Gleði, öryggi og vinátta við ágætar undirtektir.

Það var fjölmennt á setningunni og ekki annað að sjá en nemendur og foreldrar væru tilbúnir í veturinn.

Skólasetning fyrir fyrsta bekk var föstudaginn 24. ágúst og þar var hópur af spenntum nemendum tilbúin í fyrsta skóladaginn.

Skóli hófst í morgun hjá 5. -10.bekk, val í unglingadeild hefst þó ekki fyrr en í næstu viku. 

Skólasetning

20-08-2018

Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur á fimmtudaginn 23. ágúst í íþróttahúsinu (nýja salnum):

2. - 10. bekkur kl. 11:30

Eftir skólasetningu er stuttur foreldrafundur hjá viðkomandi umsjónarkennara í umsjónarstofu.

Kennsla hjá 2. -10. bekk hefst skv. stundaskrá föstudaginn 24. ágúst.

Einstaklingsviðtöl nemenda og foreldra 1. bekkjar verða fimmtudaginn 23. ágúst.

Föstudaginn 24. ágúst Kl. 08:00 er skólasetning hjá 1. bekk í sal Hamarsskóla og í framhaldinu er stuttur foreldrafundur. Gott væri því ef foreldrar 1. bekkja nemenda gætu gefið sér tíma til að vera hjá okkur til kl. 9:00 þennan morgun.

Við viljum minna foreldra og forráðarmenn að nemendur í GRV þurfa ekki að kaupa nein námsgögn þennan veturinn.

Umsjónarkennarar og stjórnendur veturinn 2018-2019

01-08-2018

Gengið hefur verið frá öllum ráðningum fyrir veturinn 2018-2019.

Miklar breytingar hafa átt sér stað á stjórnendateymi skólans. Anna Rós Hallgrímsdóttir tekur við sem skólastjóri.

Einar Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Barnaskóla, hann er ráðinn tímabundið í eitt ár í fjarveru Ingibjargar Jónsdóttur.

Óskar Jósúason hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla.

Deildarstjórar verða þrír, einn á hverju stigi: 

Ásdís Tómasdóttir verður deildarstjóri unglingastigs, Svanhvít Friðþjófsdóttir deildarstjóri miðstigs og Rósa Hrönn Ögmundsdóttir deildarstjóri yngsta stigs.

Allar stöður voru auglýstar á vef Vestmannaeyjabæjar fyrir utan staða aðstoðarskólastjóra i Barnaskóla, sú staða var auglýst innanhús þar sem um tímabundna ráðningu er að ræða. Gaman að segja frá því að fjölmargir sóttu um allar sex stöðurnar. 

Umsjónarkennarar 2018-2019 eru eftirfarandi:

1. bekkur: Sigríður Ása Friðriksdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir og Þórdís Jóelsdóttir

2. bekkur: Íris Pálsdóttir, Guðrún Snæbjörnsdóttir og Margrét Elsabet Kristjánsdóttir

3. bekkur: Anna Lilja Sigurðardóttir, Helga Björg Garðarsdóttir og Snjólaug Elín Árnadóttir

4. bekkur: Sara Jóhannsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir og Þóra Sigríður Sigurðardóttir

5. bekkur: Birgit Ósk Bjartmarz, Kristinn Guðmundsson og Narfi Ísak Geirsson

6. bekkur: Daníel Geir Moritz, Ester Sigríður Helgadóttir og Sæfinna Ásbjörnsdóttir

7. bekkur: Arnheiður Pálsdóttir, Helga Jóhanna Harðardóttir, Jóhanna Alfreðsdóttir

8. bekkur: Elísa Sigurðardóttir og Dóra Guðrún Þórarinsdóttir

9. bekkur: Berglind Þórðardóttir, Jónatan G.Jónsson og Ólafía Ósk Sigurðardóttir

10. bekkur: Erna  Valtýsdóttir, Evelyn  Bryner og Hildur Jónasdóttir 

 

Skólasetning er 23.ágúst, tímasetningar verða auglýstar síðar.

Sumarlestur og leiðbeiningar við námsmat

07-06-2018

Við í GRV hvetjum nemendur til að lesa í sumar og halda utan um hve mikið þau lesa. Þess vegna sendum við sumarlestrarhesta heim með nemendum. Lestur er góður valkostur og eykur á gleðina í sumarfríinu. Rannsóknir sýna að börn sem lesa á sumrin koma miklu ferskari til leiks að hausti í lestri en börn sem lesa ekkert á meðan skólinn er í fríi. Munum að æfingin skapar meistarann! 

Sumarlestarhesta má finna hér.

Á skólaslitum fengu allir nemendur GRV vitnisburð eftir nýju námsmat. Í 1. -4. bekk var námsmat með þeim hætti að í öllum greinum eru hæfniviðmið skilgreind í Mentor en engar sérstakar einkunnir gefnar fyrir hverja grein. Nemendur fengu vitnisburð um hvort hæfni sé náð, hvort þeir þarfnist þjálfunar eða hæfni sé ekki náð. Námsmat nemenda í 5. -7. bekk var í bókstöfum í all flestum fögum. 

Námsmat í 8. -10. bekk var í bókstöfum, eftir matsviðmiðum Aðalnámskrár fyrir 8. -10. bekk. Gefnar voru einkunnir A, B+, B, C+, C, D en í einstaka valgreinum var gefið lokið/ólokið. Nánari upplýsingar um námsmatið og hvernig hægt er að skoða það nánar á mentor.is má finna hér.