Fréttir


Lesferill

29-09-2017

Haustið 2015 hófst hjá Menntamálastofnun vinna við þróun skimunar- og stöðuprófa í lestri sem hlotið hafa heitið Lesferill.

Fyrsti hluti þessara prófa er nú tilbúinn til notkunar ásamt lesfimiviðmiðum fyrir 1.-10. bekk grunnskóla. Lesfimi er samsett færni sem felst í leshraða, lestrarnákvæmni, áherslum og hrynjandi í lestri. Fjölmargar rannsóknir sýna að sterk tengsl eru milli lesfimi og lesskilnings og með því að bæta lesfimi nemenda eflist lesskilningur jafnframt. Lesfimiðviðmið eru sett þannig fram að þau sýna stíganda í færni nemenda frá einum bekk til annars. Þetta eru almenn viðmið fyrir nemendur í hverjum árgangi sem endurspegla þær kröfur sem þeir þurfa að mæta á næstu stigum náms. Lesfimi er mæld sem rétt lesin orð á mínútu. Niðurstöður úr lesfimiprófum í september eru komnar inn á mentor, þar geta foreldrar fylgst með árangri sinna barna. Til að skoða niðurstöðurnar þarf að fara inn á mentor, velja þar flísina sem heitir námsmat og þar er hægt að sjá lesferil nemandans.

Menntamálastofnun hefur gefið út góðar útskýringar sem má finna hér: Lesfimiviðmið menntamálstofnunar

Samræmd próf

20-09-2017

Fimmtudag og föstudag, 21. og 22. september verða samræmd könnunarpróf lögð fyrir rafrænt í 7. bekk grunnskóla.

Prófað verður í íslensku þann 21. og stærðfræði þann 22. september.

Þar sem prófin eru rafræn þarf að skipta árganginum í tvo hópa, sem þýðir að það taka ekki allir prófin á sama tíma.

Fyrri hópurinn tekur prófið frá kl. 9:00-10:20 og seinni hópurinn frá 11:00-12:20 og svo öfugt á föstudag.

Hópaskiptingar verða sendar heim í tölvupósti.

 

Samræmd próf í 4. bekk verða 28. og 29. september. Íslenska á fimmtudegi og stærðfræði á föstudegi. Eins og í 7. bekk verða prófin rafræn og verður nemendum skipt upp í nokkra hópa til að taka prófin. Einn hópur mun taka prófið í tölvustofunni í Barnaskólanum.

 

Markmið prófanna er aðallega tvíþætt. Í fyrsta lagi að veita nemenda, foreldrum, kennurum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsstöðu nemenda. Í öðru lagi að gefa upplýsingar um að hvaða marki nemendur hafa náð grundvallarkunnáttu og færni sem frekara nám byggir á.

Með því að leggja samræmd könnunarpróf fyrir að hausti, gefast tækifæri til að nýta niðurstöður þeirra við skipulagningu náms og kennslu.

Minnum á mikilvægi þess að sofa vel og borða góðan morgunmat fyrir prófin. 

 

 

Göngum í skólann

05-09-2017

Verkefnið Göngum í skólann hefst á landsvísu miðvikudaginn 6. september. Við í GRV ætlum að hefja verkefnið á fimmtudaginn 7. sept. Þá fara nemendur í 8. - 10. bekk og heimsækja nemendur í 1. -3. bekk í Hamarsskólanum, þar sem þau vinna saman skemmtileg verkefni, lesa saman og fara út í leiki.

Nemendur í 4. og 5. bekk koma í Barnaskólann og heimsækja 6. og 7. bekk og gera eitthvað skemmtilegt saman. Í lokin fá allir nemendur ávexti. 

Keppni um gullskóinn í 1. -7. bekk hefst mánudaginn 11. september og stendur í tvær vikur.

Á heimasíðu Göngum í skólann má finna ýmsar upplýsingar um verkefnið. www.gongumiskolann.is 

Innkaupalistar

16-08-2017

Hér má finna innkaupalista fyrir 8.-10. bekk:

8. bekkur

9. bekkur

10. bekkur

 

1. - 7. bekkur fá úthlutað gögnum í skólanum, minnum foreldra sem eiga eftir að greiða námsgagnagjaldið að gera það sem fyrst.

Námsgögn:

1.bekkur (2011) innlegg 6000 kr. Reikningsnr. 0185-05-260093

2.bekkur (2010) innlegg 2000 kr Reikningsnr.  0185-05-260046

3.bekkur (2009) innlegg 3000 kr  Reikningsnr. 0185-15-200485

4.bekkur (2008) innlegg 2500 kr  Reikningsnr. 0185-05-1695  

5.bekkur (2007) innlegg 3.500 kr Reikningsnr. 0185-05-1672

6.bekkur (2006) innlegg 4000 kr  Reikningsnr.  0185-05-1647

7. bekkur (2005) innlegg 3.500 kr Reikningsnr. 0185-05-405865

Kt. 681088-7419   

Senda kvittun á heidrun@grv.is og setja nafn barns í skýringu. 

Skólasetning

14-08-2017

Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur miðvikudaginn 23. ágúst íþróttahúsinu (gamla salnum):

2. - 4. bekkur kl. 8:30

5. - 7. bekkur kl. 10:00

8. - 10. bekkur kl. 11:30

Eftir skólasetningu er stuttur foreldrafundur hjá viðkomandi umsjónarkennara í umsjónarstofu. 

 

Kennsla hjá 2. -10. bekk hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 24. ágúst. 

 

Einstaklingsviðtöl nemenda og foreldra 1. bekkjar verða miðvikudaginn 23. ágúst.

 

Fimmtudaginn 24. ágúst Kl. 08:00 er skólasetning hjá 1. bekk í sal Hamarsskóla og í framhaldinu er stuttur foreldrafundur. Gott væri því ef foreldrar 1. bekkja nemenda gætu gefið sér tíma til að vera hjá okkur til kl. 9:00 þennan morgun.

 

Hlökkum til að sjá ykkur :)

Skólasetning

06-07-2017

Skólasetning GRV verður miðvikudaginn 23. ágúst og skóli hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 24. ágúst. Nánari tímasetningar verða auglýstar þegar nær dregur. 

Skóladagatal fyrir skólaárið 2017-2018 má finna á flipa neðst á heimasíðunni. 

Sumarlestur og leiðbeiningar við nýtt námsmat

06-06-2017

Við í GRV hvetjum nemendur til að lesa í sumar og halda utan um hve mikið þau lesa. Þess vegna sendum við sumarlestrarhesta heim með nemendum. Lestur er góður valkostur og eykur á gleðina í sumarfríinu. Rannsóknir sýna að börn sem lesa á sumrin koma miklu ferskari til leiks að hausti í lestri en börn sem lesa ekkert á meðan skólinn er í fríi. Munum að æfingin skapar meistarann! 

Sumarlestarhesta má finna hér.

Á skólaslitum fengu allir nemendur GRV vitnisburð eftir nýju námsmat. Í 1. -4. bekk var námsmat með þeim hætti að í öllum greinum eru hæfniviðmið skilgreind í Mentor en engar sérstaker einkunnir gefnar fyrir hverja grein. Nemendur fengu vitnisburð um hvort hæfni sé náð, hvort þeir þarfnist þjálfunar eða hæfni sé ekki nað. Námsmat nemenda í 5. -7. bekk var í bókstöfum í flestum fögum en í verkgreinum var sama mat og í 1. -4. bekk. 

Námsmat í 8. -10. bekk var í bókstöfum, eftir matsviðmiðum Aðalnámskrár fyrir 8. -10. bekk. Gefnar voru einkunnir A, B+, B, C+, C, D en í einstaka valgreinum var gefið lokið/ólokið. Nánari upplýsingar um námsmatið og hvernig hægt er að skoða það nánar á mentor.is má finna hér.

Skólalok

26-05-2017

Nú fer að líða að skólalokum í GRV.

Nemendur í 10. bekk eru að klára lokaverkefnið sitt og kynning á því fyrir kennara og foreldra verður þriðjudaginn 30. maí kl. 17:00

29. - 31. maí verða starfsfræðsludagar hjá 8. og 9. bekk og munu þau kynna sér fiskvinnsluiðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn í Vestmannaeyjum þessa daga. 31. maí verður kynning á verkefnum fyrir foreldra kl. 10-11

29. og 30. maí verða Fjölgreindaleikar hjá 1. -7. bekk haldnir í annað sinn og mæta allir nemendur í Hamarsskóla á mánudag kl. 8:00

Enginn hádegismatur verður þessa daga í Barnaskólanum en matur verður með hefðbundunu sniði í Hamarsskóla.

 

1. júní er starfsdagur og útskrift hjá 10. bekk í Höllinni kl. 17:30

Skólaslit í GRV eru föstudaginn 2. júní og verða þau með nýjum hætti þetta árið.

Skólaslitin verða í Íþróttahúsinu:

Hamarsskóli 1. – 5. bekkur kl. 09:30                                     

Barnaskóli 6. – 9. bekkur kl. 11:00

Eftir skólaslitin í Íþróttahúsinu ganga nemendur og foreldrar ásamt kennurum upp í skóla og fara í stofurnar sínar til að fá vitnisburð frá umsjónarkennurum.

 

 

Val fyrir næsta skólár

16-05-2017

Síðasta föstudag var haldin valgreinakynning fyrir nemendur í 7. -9. bekk. Þar kynntu valgreinakennarar val fyrir næsta skólaár. Hægt er að nálgast valbókina undir flipanum "námið" þar má finna upplýsingar um alla valáfanga sem í boði verða á næsta skólaári.
Í fyrsta sinn verða nemendur látnir velja rafrænt og var póstur með upplýsingum sendur heim fyrir helgi.

Nemendur þurfa að nota google aðganginn sinn til að geta valið og hér má sjá góðar leiðbeiningar um hvernig þeir gera það. 

Síma - og snjalltækjanotkun í GRV

10-05-2017

Nemendur á unglingastigi hafa samið nýjar síma - og snjalltækjareglur fyrir GRV. Hver bekkur ræddi hvernig þeir vildu hafa reglurnar um þessi tæki.

Einn fulltrúi úr hverjum bekk var valinn til að funda með stjórnendum og setja saman skjal sem allir væru sáttir við.

Nemendurnir ásamt aðstoðarskólastjóra kynntu þetta svo í bekkjunum í morgun.

Nýir starfsmenn

27-04-2017

Nýr ritari hefur verið ráðinn í Hamarsskóla. Heiðrún Lára Jóhannsdóttir mun hefja störf við Grunnskóla Vestmannaeyja þann 2. maí.

Bjóðum við hana velkomna til starfa.

Guðrún Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri á Víkinni, 5 ára deildinni. Guðrún hefur verið deildarstjóri á Víkinni í vetur og tekur nú við sem aðstoðarskólastjóri ásamt starfi inni á deild.

 

Skóladagur Barnaskólans 3. maí

27-04-2017

Skóladagur GRV -  Barnaskóla verður miðvikudaginn 3. maí frá kl. 17:00—19:30. Starfsfólk og nemendur skólans vonast eftir því að þátttaka verði mikil og góð. Fjölbreytt dagskrá verður í boði sem nemendur og gestir geta tekið þátt í. Eins og undanfarin ár verða nemendur 9. bekkja með kaffihlaðborð og rennur andvirðið í ferðasjóð nemenda. Þrautir og leikir verða víðs vegar um skólann og úti á skólalóð.

Hlökkum til að sjá ykkur :)

 

Gleðilega páska

07-04-2017

Páskaleyfi nemenda hefst mánudaginn 10. apríl. 

Skóli hefst aftur þriðjudaginn 18. apríl samkvæmt stundatöflu.

Fimmtudaginn 20. apríl er sumardagurinn fyrsti og frí í skólanum.

Föstudaginn 22. apríl er starfsdagur og þá er frí hjá nemendum.

Stóra upplestrarkeppnin

04-04-2017

Stóra upplestrarkeppnin var haldin hátíðleg fimmtudaginn 30. mars í Eldheimum.

Þetta er í fyrsta skipti sem lokakeppnin er haldin hér í Eyjum en það eru sex skólar á Suðurlandi sem taka þátt í þessari keppni. 

Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi var kynnir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður fræðsluráðs flutti hátíðarræðu. Tvö tónlistaratriði voru frá Tónlistaskólanum, Bogi Matt nemandi í 7.bekk spilaði á trompet við undirleik Kitty Kovác og systkinin Björgvin Geir og Bergþóra Björgvinsbörn spiluðu á þverflautu. Sigurverar frá fyrra ári kynntu rithöfunda og áttu við í GRV þar einn fulltrúa, en Aðalheiður Svanhvít var í öðru sæti í fyrra og sá hún um að kynna ljóðskáldið Steinunni Sigurðardóttur. Keppendur og gestir gæddu sér svo á súpu og brauði frá Einsa Kalda á meðan dómarar réðu ráðum sínum.

Grunnskóli Vestmannaeyja átti þrjá keppendur í keppninni, þau Berthu Þorsteinsdóttur, Daniel Franz Davíðsson og Hauk Helgason. Öll stóðu þau sig virkilega vel, voru vel undirbúin af Svanhvíti Friðþjófsdóttur sem sá um þjálfun þeirra. GRV átti einn keppanda í verðlaunasæti, en það var hún Bertha Þorsteinsdóttir sem endaði í þriðja sæti. 

Marita fræðsla 28. og 29. mars

22-03-2017
Dagana 28. og 29. mars verður Marita fræðsla fyrir nemendur i 5. bekk og 7. -10. bekk.
Fræðslan fyrir nemendur verður í skólanum þessa daga og svo eru foreldrafundir þriðjudaginn 28. mars: 
 
Fundur fyrir nemendur í 5. bekk og foreldra þeirra verður í sal Hamarsskólans kl. 12:00
Fundur fyrir foreldra nemenda í 7. - 9. bekk verður í sal Barnaskólans kl. 17:00 
Fundur fyrir foreldra nemenda í 10.bekk og í framhaldsskólanum verður í sal Barnaskólans kl. 18:30.
Við hvetjum foreldra/ forráðamenn eindregið til að mæta, þetta er mikilvægt málefni sem varðar unglingana okkar. 

Stóra upplestarkeppnin

17-03-2017

Upplestarkeppnin í 7.bekk var haldin í Tónlistarskólanum föstudaginn 17. mars. Umsjónarkennarar í 7.bekk ásamt Svanhvíti Friðþjófsdóttur voru búin að þjálfa keppendur vel. 

Valdir voru þrír keppendur og einn til vara til að taka þátt í lokakeppni suðurlands sem haldin verður hér í Eldheimum þann 30. mars. Sigurverar í ár voru: Bertha Þorsteinsdóttir, Daníel Franz Davíðsson, Haukur Helgason og Þóra Björg Stefánsdóttir til vara. Keppendur stóðu sig gríðarlega vel og áhorfendur voru líka til fyirmyndar. 

Smiðjudagar og árshátíð á unglingastigi

13-02-2017

Smiðjudagar á unglingastigi hefjast á morgun og eru dagana 14. – 16. febrúar. Nemendur hafa valið sér smiðjur eftir áhugasviði og eins og í fyrra verða nemendur í einni smiðju alla þrjá dagana.  

Þessa daga þurfa nemendur ekki að koma með skóladót í skólann. Einungis þarf að hafa með sér nesti og ef það er eitthvað sem þau þurfa að taka með í smiðjurnar. Viðvera í skólanum er frá kl. 8:00-12:30 og ekki verður farið í íþróttir og val. Engin breyting verður á hádegismat þessa daga.

 

Árshátíð unglingastigsins verður fimmtudaginn 16. febrúar í Höllinni. Húsið opnar 18:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 19:00. Miðinn á árshátíðina kostar 3500 kr. og verður hægt að kaupa miða hjá ritara eftir hádegi á þriðjudag og til kl. 15:00 fimmtudaginn 16. feb.

Föstudaginn 17. febrúar mæta nemendur í skólann kl. 9:00

 

Lífshlaupið

01-02-2017

Miðvikudaginn 1. febrúar fer Lífshlaupið 2017 af stað í tíunda sinn. Lífshlaupið er átaks- og hvatningarverkefni ÍSÍ, landsátak á vegum Ólympíusambands Íslands og Landlæknisembættisins. Grunnskólakeppnin stendur yfir tvær vikur, til 14. febrúar. Meginmarkmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig og tileinka sér heilbrigða lífshætti.

Heilbrigði og velferð einn af sex grunnþáttum menntunar í aðalnámskrá grunnskóla frá 2011. Þar segir að í skólum þurfi að skapa börnum aðstæður til heilbrigðra lífshátta. Þátttaka í Lífshlaupinu er einn liður í því.

Allir bekkir í GRV hafa verið skráðir í hvatningarleikinn fyrir grunnskóla þar sem nemendur okkar keppa við aðra skóla um það hvort þeir nái að hreyfa sig að lágmarki í 60 mínútur daglega á meðan átakið stendur yfir.

Skrá má alla hreyfingu niður, tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10 til 15 mín í senn. Hreyfing telst t.d. að ganga/hjóla á milli staða, úti að leika, göngutúr, sundferð og allar íþróttaæfingarnar.
Skráning fer fram í skólanum. Heimasíða verkefnisins er http://www.lifshlaupid.is/
 

Allir lesa

27-01-2017

Í dag 27. janúar hefst hinn æsispennandi lestrarlandsleikur Allir lesa!

Opnað var fyrir skráningar 15. janúar og leikurinn stendur yfir frá 27. janúar til 19. febrúar.

Í ár verður hægt að keppa bæði í liðum og sem einstaklingar og núna eiga því allirmöguleika á að láta lestrarljós sitt skína! Við hvetjum alla til að mynda lið, til dæmis fjölskyldur, saumaklúbba, vinahópa og vinnustaði, en sá einstaklingur sem les mest á tímabilinu verður einnig verðlaunaður sérstaklega! 

Fleiri upplýsingar um leikinn má finna á www.allirlesa.is og á facebook síðu Allir lesa: https://www.facebook.com/allirlesa/?fref=ts 

Magdalena vinningshafi í vísnakeppni

20-01-2017

Magdalena Jónasdóttir, nemandi í 3. KM í Grunnskóla Vestmannaeyja hlaut fyrstu verðlaun á yngsta stigi í vísnasamkeppni grunnskólanema (Vísubotn 2016) sem Menntamálastofnun efndi til í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember. GRV er að sjálfsögðu himinlifandi með þennan frábæra árangur og óskar Magdalenu innilega til hamingju.

Hér má sjá vísuna:

Frostið bítur kalda kinn,

kominn úlputími.
Úti snjóar enn um sinn,
undir vegg ég hími.