Fréttir


Skólasetning 23. ágúst

16-08-2019

Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur á föstudaginn 23. ágúst í íþróttahúsinu (nýja salnum):

2. - 10. bekkur kl. 10:00

Eftir skólasetningu er stuttur foreldrafundur hjá viðkomandi umsjónarkennara í umsjónarstofu.

Kennsla hjá 2. -10. bekk hefst skv. stundaskrá mánudaginn 26. ágúst.

Einstaklingsviðtöl nemenda og foreldra 1. bekkjar verða föstudaginn 23. ágúst.

Mánudaginn 26. ágúst Kl. 08:20 er skólasetning hjá 1. bekk í sal Hamarsskóla og í framhaldinu er stuttur foreldrafundur. Gott væri því ef foreldrar 1. bekkja nemenda gætu gefið sér tíma til að vera hjá okkur til rúmlega 9:00 þennan morgun.

Við viljum minna foreldra og forráðarmenn að nemendur í GRV þurfa ekki að kaupa nein námsgögn.

Ákveðið að hefja kennslu kl. 8:20 næsta skólaár.

18-06-2019

Skólastjórnendur hafa tekið þá ákvörðun að kennsla muni hefjast kl. 8:20 í stað 8:00 næsta skólaár.

Stjórnendur GRV hafa skoðað þetta mál vandlega í vetur og velt upp kostum og göllum við þessa breytingu. 

Ákvörðunin var tekin í samvinnu við fræðslufulltrúa og skólaráð. Einnig var hugmyndinni velt upp á aðalfundi foreldrafélagsins sem haldinn var í vor.

Fræðsluráð tók umræðu um málið og þar kom fram að: skólastjóri fer með stjórnun skólans, veitir faglega forustu og ber ábyrgð á starfi skólans gagnvart sveitastjórn. Skólastjóri hefur skólaráð sem samráðsvettvang um skólahald. Umrætt mál hefur verið rætt innan þess vettvangs og aðilar sammála og sátt með breytt fyrirkomulag. Ráðið setur sig ekki upp á móti þessari ákvörðun en beinir því til skólastjóra að gæta vel að upplýsingaflæði til foreldra og að það sé gert tímanlega við slíkar breytingar. 

Sem fyrr segir er þessi ákvörðun ekki tekin í flýti og hér má sjá helstu ástæður fyrir þessari ákvörðun:

 • Algengt í öðrum skólum á landinu, fáir skólar sem byrja kl. 8:00.  
 • Teljum að fleiri komi í graut og sé þá vel nærðir fyrir skólabyrjun. 
 • Yndislestur - skólabragur þar sem nemendur mæta inn í stofur og byrja að lesa.
 • Kennarar geta verið mættir fyrr inn í stofur á morgnana, sem hefur gefið góða raun og sýnt að þá fer skólabyrjun betur af stað. 
 • Unglingar - hefur góð áhrif á þá að byrja seinna (rannsóknir, The Journal of Developmental & Behavioral Pediatrics). 
 • Getur haft góð áhrif á umferðina við skólana á morgnana, þar sem leikskólar og Víkin byrja fyrr. 
 • Bætir innra starf GRV
  • fundir (stuttir samstarfsfundir/kennarafundir að morgni)
  • samstarf (t.d. umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa).
  • forföll (betri tími til að manna forföll )

Skólinn mun opna á svipuðum tíma og áður, opnar núna 7:40, mun opna um 7:45 og grautur frá 7:55 - 8:15. 

Skólaliðar verða til taks eins og áður og munu vakta stofur á morgnana þar til kennarar mæta í stofur.

Starfsfólk GRV vonar að forledrar taki jákvætt í þessa breytingu og gefi þessu tækifæri næsta vetur.

Eftir veturinn verður farið yfir hvernig breytingin gekk og þá er mikilvægt að koma athugasemdum á rétta staði, eða til skólastjórnenda.  

Stjórnendur GRV. 

Veturinn 2019-2020

12-06-2019

Gengið hefur verið frá ráðningum í stöðu aðstoðarskólastjóra Barnaskóla og umsjónarkennara fyrir veturinn 2019-2020.

Einar Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Barnaskóla, Einar var í afleysingum sem aðstoðarskólastjóri veturinn 2018-2019  í fjarveru Ingibjargar Jónsdóttur. 

 

Stöðurnar voru auglýstar á vef Vestmannaeyjabæjar.  

 

Umsjónarkennarar 2019-2020 eru eftirfarandi:

1. BB: Bryndís Bogadóttir

1. SJ: Sigurbjörg Jónsdóttir

1. ÞS: Þóra Sigríður Sigurðardóttir  

2. SÁF: Sigríður Ása Friðriksdóttir

2.KM: Kolbrún Matthíasdóttir

2. ÞJ: Þórdís Jóelsdóttir

3. ÍP: Íris Pálsdóttir

3.Gsnæ: Guðrún Snæbjörnsdóttir

3.MK: Margrét Elsabet Kristjánsdóttir

4. ALS: Anna Lilja Sigurðardóttir

4. ULI: Unnur Líf Ingadóttir

4.SEÁ: Snjólaug Elín Árnadóttir

5. HS: Helga Jóhanna Harðardóttir og Sara Jóhannsdóttir

5. AP: Arnheiður Pálsdóttir og Jóhanna Alfreðsdóttir

6. EB: Esther Bergsdóttir

6. KG: Kristinn Guðmundsson

6. ÞF: Þórey Friðbjarnardóttir

7. DGM: Daníel Geir Moritz

7. ESH: Ester Sigríður Helgadóttir

7. SÁ: Sæfinna Ásbjörnsdóttir

8. BÓB: Birgit Ósk Bjartmarz

8. EB: Evelyn Bryner

8. GJ: Guðríður Jónsdóttir 

9. ES: Elísa Sigurðardóttir

9. DGÞ: Dóra Guðrún Þórarinsdóttir

10. BÞ: Berglind Þórðardóttir,

10. JGJ: Jónatan G.Jónsson

10. ÓS: Ólafía Ósk Sigurðardóttir

 

Skólasetning er 23.ágúst, tímasetningar verða auglýstar síðar.

Sumarlestur

11-06-2019

Við í GRV hvetjum nemendur til að lesa í sumar og halda utan um hve mikið þau lesa.

Sumarlestrarhesta má finna undir flipanum námið og sumarlestur.

Skólaslit

03-06-2019
Miðvikudagur 5.júní: 10.bekkur útskrift í Höllinni kl. 17:00, súpa, brauð, kaffi og meðlæti í boði. 
Fimmtudagur 6. júní: 1. -7. bekkur skólaslit í íþróttahúsinu kl. 12:00, hvetjum foreldra til að mæta með börnunum sínum, nemendur fá vitnisburðinn afhentan í íþróttahúsinu.
8. og 9. bekkur mætir í stofurnar sínar kl. 11:00 og umsjónarkennari kveður nemendur sína þar og afhendir vitnisburð.
Takk fyrir veturinn 

Val fyrir skólaárið 2019-2020

27-05-2019
Í síðustu viku fengu nemendur í 7., 8. og 9. bekk kynningu á valfögunum fyrir næsta skólaár. 
Nemendur og foreldrar kynna sér vel það sem er í boði með því að skoða Valbókina á heimasíðu Grunnskóla Vestmannaeyja, http://grv.is/skrar/file/val/valbok-19-20.pdf  
Valgreinar eru hluti af skyldunámi nemenda í 8., 9. og 10. bekk. Nemendur velja sjálfir námsgreinar sem svarar 6 kennslustundum á viku. Það er mikilvægt að nemendur velji hver fyrir sig það sem þeir telja henta sér því valið er bindandi fyrir næsta skólaár.
Nemendur í verðandi 8. bekk geta valið tvær stundir utan skólans og nemendur í 9. og 10. bekk geta valið fjórar stundir utan skólans.
Nemendur velja á rafrænan hátt í gegnum Google forms, slóðin hefur verið send á Google-grv-netfang nemenda.
Við hvetjum ykkur foreldra til að aðstoða börnin með valið. Síðasti valdagurinn er nk. þriðjudagur 28. maí.

Síðustu dagar skólaársins

23-05-2019

Það er nóg um að vera í skólanum síðustu daga skólaársins. 

Miðvikudagur 29. maí:

Danssýning 1. -5. bekkur. Sýningin verður i íþróttahúsinu kl. 16:30. 

Föstudagur 31. maí: 

Fjölgreindaleikar í 1. -7.bekk, skóla lýkur kl. 12:30.

Starfsfræðsludagar í 8. og 9. bekk, skóla lýkur kl. 12:30.

Nemendur í 10. bekk ætla að vera með sýningu á lokaverkefnunum sínum í sal Barnaskólans kl. 10-12bæjarbúar velkomnir. 

Mánudagur 3. júní: 

Fjölgreindaleikar í 1. -7.bekk, skóla lýkur kl. 12:30.

Starfsfræðsludagar í 8. og 9. bekk, skóla lýkur kl. 12:30.

 Kl. 17:00 verða kynningar og sýning á lokaverkefnum í 10. bekk fyrir foreldra. Kynningin fer fram í 10. bekkjarstofum og sýning á básum nemenda verða í salnum eftir kynningarnar.

Þriðjudagur 4. júní:

Öðruvísidagur, lokahóf Fjölgreindaleika, skóla lýkur kl. 12:30.

10.bekkur er í fríi þennan dag.

Miðvikudagur 5. júní: Starfsdagur og útskrift hjá 10.bekk í Höllinni kl.17:00, súpa, brauð og sætindi á boðstólnum. 

Fimmtudagur 6. júní: Skólaslit hjá 1. -7. bekk í íþróttahúsinu. 8. og 9. bekkur í umsjónarstofum.

Foreldrafundur verðandi 1. bekkur

20-05-2019
Mánudaginn 20. maí kl. 17:15 verður fundur í sal Hamarsskóla (gengið inn að vestan).
Á fundinum gefst ykkur tækifæri til að hitta væntanlega umsjónarkennara barna ykkar og við getum lagt saman grunn að gagnlegu og ánægjulegu samstarfi næstu árin. Farið verður yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við upphaf skólagöngunnar.
 
• Við kynnum hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar
• Helga Sigrún Þórsdóttir sérkennari ræðir um lestur
• Lilja Björg, formaður foreldrafélagsins, kynnir starfsemi félagsins
• Nemendaskráning
 
Í lokin gefst þeim foreldrum sem ekki eru kunnugir skólahúsnæðinu kostur á að skoða skólann.
Áætlaður fundartími er klukkustund

Skóladagur Barnaskólans

29-04-2019

Árlegi skóladagur Barnaskólans verður haldinn

nk. þriðjudag 30. apríl frá kl. 16:00-18:00.

 

Þar verða verk nemenda til sýnis og boðið upp á afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.

Hér má sjá dagskrá dagsins. 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Gleðilega páska

10-04-2019

Páskaleyfi nemenda hefst mánudaginn 15. apríl.

Skóli hefst aftur þriðjudaginn 23. apríl samkvæmt stundatöflu.

Fimmtudaginn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti og frí í skólanum.

Föstudaginn 26. apríl er starfsdagur og frí í skólanum.

Stóra upplestrarkeppnin

09-04-2019

Í gær 8. apríl fór fram á Hvolsvelli Stóra upplestrarkeppnin. Fulltrúar okkar í GRV voru Gabríel Ari Davíðsson úr 7.HJH, Hrafnhildur Ýr Steinarsdóttir úr 7. JA, Ísey Heiðarsdóttir úr 7. HJH, varamaður var Embla Harðardóttir úr 7. AP auk þess var sigurverari frá í fyrra Herborg Sindradóttir 8. DGÞ kynnir á keppninni.  

Skólarnir sem tóku þátt auk okkar GRV voru Laugalandsskóli, Grunnskólinn á Hellu, Hvolsskóli, Víkurskóli og Kirkjubæjarskóli.

Lesarar stóðu sig allir með stakri prýði og átti dómnefndin erfitt með að komast að niðurstöðu. Dómnefndina skipuðu þau Jón Hjartarson frá Röddum en hann var jafnframt formaður dómnefndar, Elínborg Siguðardóttir og Katrín Þorbjörg Andrésdóttir sem báðar eru sérkennarar og störfuðu sem kennsluráðgjafar við Skólaskrifstofu Suðurlands.

Í fyrsta sæti er Lilja Dögg Ágústsdóttir úr Hvolsskóla. Í öðru sæti Gabríel Ari Davíðsson úr Grunnskóla Vestmannaeyja og í því þriðja er Sunna Hlín Borgþórsdóttir úr Laugalandsskóla,  Innilega til hamingju öllsömul.

 

Skóladagur Hamarsskóla

19-03-2019

Í þessu fréttabréfi má finna allt það helsta um skóladaginn í Hamarsskóla sem verður á fimmtudaginn kl. 17:00-19:00.

https://www.smore.com/app/pages/show_print/5c8f6ff56a79220011d6b5e7

Breyting á skóladegi Hamarsskóla og þemadagar

07-03-2019

Dagana 19.- 21. mars verða þemadagar í Hamarsskóla. Þessa daga verður unnið með 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Hver og einn árgangur mun skoða ákveðið þema sem tengist okkar merku bæjarsögu.

Fimmtudaginn 21. mars milli 17-:00 - 19:00 verður skóladagur Hamarsskóla. Að þessu sinni verður hann með breyttu sniði þar sem afrakstur þessara daga og vinna nemenda verður til sýnis og miðpunktur skóladagsins. Hver og einn árgangur verður með atriði á sal sem við munum svo auglýsa á staðnum. Vöfflur og kaffi verða til sölu gegn vægu gjaldi.

Ekki verður danssýning á undan að þessu sinni en hún verður samt sem áður á sínum stað í maí. 

Foreldrafundadagur 19. febrúar

15-02-2019

Þriðjudaginn 19. febrúar er foreldrafundadagur þar sem farið verður yfir stöðu nemenda hvað varðar nám og liðan.

Enginn skóli er þann dag en nemendur mæta með foreldrum sínum á fund. Skráning í viðtalið fer fram í gegnum mentor og hér eru leiðbeiningar um hvernig það er gert: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM 

Nemendur hafa fengið eða munu fá heim könnun um líðan þeirra í skólanum, foreldrar eru beðnir um að fara yfir hana með sínum börnum fyrir viðtalið.

Einnig biðjum við foreldra um að fara inn á mentor og skoða það námsmat sem komið er inn, hér má sjá góðar leiðbeiningar frá mentor hvernig það er skoðað. https://www.youtube.com/watch?v=cKCW5q-_QZ8

Við mælum sérstaklega með að foreldrar skoði þetta myndband þar sem farið er yfir skýrslur sem gefa mjög góða yfirsýn yfir námslega stöðu. Tvær skýrslur eru í boði, samantekt í hverri grein fyrir sig og yfirlit yfir stöðu útfrá hæfniviðmiðum, sem er mun ítarlegri. 

https://www.youtube.com/watch?v=18NXars670k

 

Óveður - ófærð

05-02-2019

Eftirfarandi kafla um óveður og ófærð má finna í starfsáætlun skólans

 

Óveður – ófærð

Stefna skólans er að leggja ekki niður skólahald nema brýna nauðsyn beri til.

Í óveðri eru stjórnendur skólans alltaf í sambandi við lögreglu og ástandið metið, þ.e. hvort ástæða sé til að leggja skólahald niður. Er það þá gert í samráði við lögreglu, ef staðan er metin þannig að ekki sé óhætt að vera á ferli.

Telji forráðamenn nemenda veður eða veðurútlit varhugavert þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla varðandi skólahald, er það alltaf foreldra að meta hvort þeir telji rétt að senda börn sín af stað í skólann og ber þá að tilkynna forföll til ritara/umsjónarkenna strax að morgni. Alltaf er starfsfólk til staðar í skólanum til að taka á móti þeim sem komast. Í hvert skipti verður metið hvort nemendur geti farið fótgangandi á milli skólahúss og íþróttahúss. Ef óveður skellur á meðan nemendur eru í skólanum þá er nemendum skólans ekki hleypt heim nema foreldrar sæki þá eða tryggi börnum sínum örugga heimferð á annan hátt. Nemendum er tryggð aðstaða í skólanum svo lengi sem þarf. 

Breyting á foreldrafundadegi

14-01-2019

Foreldrafundadagur í janúar sem samkvæmt skóladagatali átti að vera 23. janúar, hefur verið færður til 19. febrúar.

 

Skóli hefst á ný eftir jólafrí

04-01-2019

Skóli hefst mánudaginn 7. janúar samkvæmt stundatöflu.

Jólakveðja

21-12-2018

Litlu jólin

18-12-2018

19. desember Litlu jól hjá 5. -10. bekk

kl. 16:00 - 18:00        Litlu jól hjá 5 -7. bekk, dansað kringum jólatré og samvera í stofu.

kl. 17:00-19:00          Litlu jól hjá 8. -10. bekk, dansað kringum jólatré og samvera í stofu.

Nemendur mega taka með sér drykki og nasl.

20. desember Litlu jól hjá 1. -4. bekk

Jólaball og samvera í stofu, nemendum verður boðið upp á kakó, smákökur og mandarínur.

kl. 08:00 - 10:00        3. og 4. bekkur 

kl. 10:00 - 12:00        1. og 2. bekkur                    

Jólasveinar mæta á staðinn

Könnun um vetrarfrí í GRV

10-12-2018

Fyrir nokkru síðan var send út könnun varðandi vetrarfrí í GRV.

Könnunin var send út á foreldra, kennara, annað starfsfólk og nemendur í 5. -10.bekk.

Helstu niðurstöður eru þær að vetrarfrí nýttist 40,9 % foreldra vel eða mjög vel, 75% foreldra vilja vetrarfrí og það eru örlítið fleiri sem vilja tvö stutt frekar en eitt langt. 

Vertrarfrí nýttist vel hjá kennurum og þar er jafnt hvort eigi að vera eitt langt eða tvö stutt vetrarfrí.

Hjá öðru starfsfólki skólans nýttist vetrarfríið einnig vel og þar eru flestir sem velja tvö stutt vetrarfrí.

Þegar svör nemenda eru skoðuð þá eru það 95,6% nemenda sem segja að vetrarfríið hafi nýst þeim vel eða mjög vel og 56,6 % nemenda velja eitt langt vetrarfrí.

Þetta eru áhugaverðar niðurstöður sem verða nýttar við gerð skóladagatals 2019-2020.  

Frekari niðurstöðurnar má sjá hér.