Marita fræðsla 28. og 29. mars

Dagana 28. og 29. mars verður Marita fræðsla fyrir nemendur i 5. bekk og 7. -10. bekk.
Fræðslan fyrir nemendur verður í skólanum þessa daga og svo eru foreldrafundir þriðjudaginn 28. mars: 
 
Fundur fyrir nemendur í 5. bekk og foreldra þeirra verður í sal Hamarsskólans kl. 12:00
Fundur fyrir foreldra nemenda í 7. - 9. bekk verður í sal Barnaskólans kl. 17:00 
Fundur fyrir foreldra nemenda í 10.bekk og í framhaldsskólanum verður í sal Barnaskólans kl. 18:30.
Við hvetjum foreldra/ forráðamenn eindregið til að mæta, þetta er mikilvægt málefni sem varðar unglingana okkar. 

Stóra upplestarkeppnin

Upplestarkeppnin í 7.bekk var haldin í Tónlistarskólanum föstudaginn 17. mars. Umsjónarkennarar í 7.bekk ásamt Svanhvíti Friðþjófsdóttur voru búin að þjálfa keppendur vel. 

Valdir voru þrír keppendur og einn til vara til að taka þátt í lokakeppni suðurlands sem haldin verður hér í Eldheimum þann 30. mars. Sigurverar í ár voru: Bertha Þorsteinsdóttir, Daníel Franz Davíðsson, Haukur Helgason og Þóra Björg Stefánsdóttir til vara. Keppendur stóðu sig gríðarlega vel og áhorfendur voru líka til fyirmyndar. 

Smiðjudagar og árshátíð á unglingastigi

Smiðjudagar á unglingastigi hefjast á morgun og eru dagana 14. – 16. febrúar. Nemendur hafa valið sér smiðjur eftir áhugasviði og eins og í fyrra verða nemendur í einni smiðju alla þrjá dagana.  

Þessa daga þurfa nemendur ekki að koma með skóladót í skólann. Einungis þarf að hafa með sér nesti og ef það er eitthvað sem þau þurfa að taka með í smiðjurnar. Viðvera í skólanum er frá kl. 8:00-12:30 og ekki verður farið í íþróttir og val. Engin breyting verður á hádegismat þessa daga.

 

Árshátíð unglingastigsins verður fimmtudaginn 16. febrúar í Höllinni. Húsið opnar 18:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 19:00. Miðinn á árshátíðina kostar 3500 kr. og verður hægt að kaupa miða hjá ritara eftir hádegi á þriðjudag og til kl. 15:00 fimmtudaginn 16. feb.

Föstudaginn 17. febrúar mæta nemendur í skólann kl. 9:00

 

Lífshlaupið

Miðvikudaginn 1. febrúar fer Lífshlaupið 2017 af stað í tíunda sinn. Lífshlaupið er átaks- og hvatningarverkefni ÍSÍ, landsátak á vegum Ólympíusambands Íslands og Landlæknisembættisins. Grunnskólakeppnin stendur yfir tvær vikur, til 14. febrúar. Meginmarkmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig og tileinka sér heilbrigða lífshætti.

Heilbrigði og velferð einn af sex grunnþáttum menntunar í aðalnámskrá grunnskóla frá 2011. Þar segir að í skólum þurfi að skapa börnum aðstæður til heilbrigðra lífshátta. Þátttaka í Lífshlaupinu er einn liður í því.

Allir bekkir í GRV hafa verið skráðir í hvatningarleikinn fyrir grunnskóla þar sem nemendur okkar keppa við aðra skóla um það hvort þeir nái að hreyfa sig að lágmarki í 60 mínútur daglega á meðan átakið stendur yfir.

Skrá má alla hreyfingu niður, tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10 til 15 mín í senn. Hreyfing telst t.d. að ganga/hjóla á milli staða, úti að leika, göngutúr, sundferð og allar íþróttaæfingarnar.
Skráning fer fram í skólanum. Heimasíða verkefnisins er http://www.lifshlaupid.is/
 

Allir lesa

Í dag 27. janúar hefst hinn æsispennandi lestrarlandsleikur Allir lesa!

Opnað var fyrir skráningar 15. janúar og leikurinn stendur yfir frá 27. janúar til 19. febrúar.

Í ár verður hægt að keppa bæði í liðum og sem einstaklingar og núna eiga því allirmöguleika á að láta lestrarljós sitt skína! Við hvetjum alla til að mynda lið, til dæmis fjölskyldur, saumaklúbba, vinahópa og vinnustaði, en sá einstaklingur sem les mest á tímabilinu verður einnig verðlaunaður sérstaklega! 

Fleiri upplýsingar um leikinn má finna á www.allirlesa.is og á facebook síðu Allir lesa: https://www.facebook.com/allirlesa/?fref=ts