Foreldrafundadagur 26. október

Fimmtudaginn 26. október er foreldrafundadagur, þann dag mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal til umsjónarkennara.

Enginn skóli er þennan dag. Foreldrar bóka foreldraviðtal á mentor, hér má sjá leiðbeiningar um hvernig það er gert: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Lesferill

Haustið 2015 hófst hjá Menntamálastofnun vinna við þróun skimunar- og stöðuprófa í lestri sem hlotið hafa heitið Lesferill.

Fyrsti hluti þessara prófa er nú tilbúinn til notkunar ásamt lesfimiviðmiðum fyrir 1.-10. bekk grunnskóla. Lesfimi er samsett færni sem felst í leshraða, lestrarnákvæmni, áherslum og hrynjandi í lestri. Fjölmargar rannsóknir sýna að sterk tengsl eru milli lesfimi og lesskilnings og með því að bæta lesfimi nemenda eflist lesskilningur jafnframt. Lesfimiðviðmið eru sett þannig fram að þau sýna stíganda í færni nemenda frá einum bekk til annars. Þetta eru almenn viðmið fyrir nemendur í hverjum árgangi sem endurspegla þær kröfur sem þeir þurfa að mæta á næstu stigum náms. Lesfimi er mæld sem rétt lesin orð á mínútu. Niðurstöður úr lesfimiprófum í september eru komnar inn á mentor, þar geta foreldrar fylgst með árangri sinna barna. Til að skoða niðurstöðurnar þarf að fara inn á mentor, velja þar flísina sem heitir námsmat og þar er hægt að sjá lesferil nemandans.

Menntamálastofnun hefur gefið út góðar útskýringar sem má finna hér: Lesfimiviðmið menntamálstofnunar

Samræmd próf

Fimmtudag og föstudag, 21. og 22. september verða samræmd könnunarpróf lögð fyrir rafrænt í 7. bekk grunnskóla.

Prófað verður í íslensku þann 21. og stærðfræði þann 22. september.

Þar sem prófin eru rafræn þarf að skipta árganginum í tvo hópa, sem þýðir að það taka ekki allir prófin á sama tíma.

Fyrri hópurinn tekur prófið frá kl. 9:00-10:20 og seinni hópurinn frá 11:00-12:20 og svo öfugt á föstudag.

Hópaskiptingar verða sendar heim í tölvupósti.

 

Samræmd próf í 4. bekk verða 28. og 29. september. Íslenska á fimmtudegi og stærðfræði á föstudegi. Eins og í 7. bekk verða prófin rafræn og verður nemendum skipt upp í nokkra hópa til að taka prófin. Einn hópur mun taka prófið í tölvustofunni í Barnaskólanum.

 

Markmið prófanna er aðallega tvíþætt. Í fyrsta lagi að veita nemenda, foreldrum, kennurum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsstöðu nemenda. Í öðru lagi að gefa upplýsingar um að hvaða marki nemendur hafa náð grundvallarkunnáttu og færni sem frekara nám byggir á.

Með því að leggja samræmd könnunarpróf fyrir að hausti, gefast tækifæri til að nýta niðurstöður þeirra við skipulagningu náms og kennslu.

Minnum á mikilvægi þess að sofa vel og borða góðan morgunmat fyrir prófin. 

 

 

Göngum í skólann

Verkefnið Göngum í skólann hefst á landsvísu miðvikudaginn 6. september. Við í GRV ætlum að hefja verkefnið á fimmtudaginn 7. sept. Þá fara nemendur í 8. - 10. bekk og heimsækja nemendur í 1. -3. bekk í Hamarsskólanum, þar sem þau vinna saman skemmtileg verkefni, lesa saman og fara út í leiki.

Nemendur í 4. og 5. bekk koma í Barnaskólann og heimsækja 6. og 7. bekk og gera eitthvað skemmtilegt saman. Í lokin fá allir nemendur ávexti. 

Keppni um gullskóinn í 1. -7. bekk hefst mánudaginn 11. september og stendur í tvær vikur.

Á heimasíðu Göngum í skólann má finna ýmsar upplýsingar um verkefnið. www.gongumiskolann.is 

Innkaupalistar

Hér má finna innkaupalista fyrir 8.-10. bekk:

8. bekkur

9. bekkur

10. bekkur

 

1. - 7. bekkur fá úthlutað gögnum í skólanum, minnum foreldra sem eiga eftir að greiða námsgagnagjaldið að gera það sem fyrst.

Námsgögn:

1.bekkur (2011) innlegg 6000 kr. Reikningsnr. 0185-05-260093

2.bekkur (2010) innlegg 2000 kr Reikningsnr.  0185-05-260046

3.bekkur (2009) innlegg 3000 kr  Reikningsnr. 0185-15-200485

4.bekkur (2008) innlegg 2500 kr  Reikningsnr. 0185-05-1695  

5.bekkur (2007) innlegg 3.500 kr Reikningsnr. 0185-05-1672

6.bekkur (2006) innlegg 4000 kr  Reikningsnr.  0185-05-1647

7. bekkur (2005) innlegg 3.500 kr Reikningsnr. 0185-05-405865

Kt. 681088-7419   

Senda kvittun á heidrun@grv.is og setja nafn barns í skýringu.