Innkaupalistar

Hér má finna innkaupalista fyrir 8.-10. bekk:

8. bekkur

9. bekkur

10. bekkur

 

1. - 7. bekkur fá úthlutað gögnum í skólanum, minnum foreldra sem eiga eftir að greiða námsgagnagjaldið að gera það sem fyrst.

Námsgögn:

1.bekkur (2011) innlegg 6000 kr. Reikningsnr. 0185-05-260093

2.bekkur (2010) innlegg 2000 kr Reikningsnr.  0185-05-260046

3.bekkur (2009) innlegg 3000 kr  Reikningsnr. 0185-15-200485

4.bekkur (2008) innlegg 2500 kr  Reikningsnr. 0185-05-1695  

5.bekkur (2007) innlegg 3.500 kr Reikningsnr. 0185-05-1672

6.bekkur (2006) innlegg 4000 kr  Reikningsnr.  0185-05-1647

7. bekkur (2005) innlegg 3.500 kr Reikningsnr. 0185-05-405865

Kt. 681088-7419   

Senda kvittun á heidrun@grv.is og setja nafn barns í skýringu. 

Skólasetning

Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur miðvikudaginn 23. ágúst íþróttahúsinu (gamla salnum):

2. - 4. bekkur kl. 8:30

5. - 7. bekkur kl. 10:00

8. - 10. bekkur kl. 11:30

Eftir skólasetningu er stuttur foreldrafundur hjá viðkomandi umsjónarkennara í umsjónarstofu. 

 

Kennsla hjá 2. -10. bekk hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 24. ágúst. 

 

Einstaklingsviðtöl nemenda og foreldra 1. bekkjar verða miðvikudaginn 23. ágúst.

 

Fimmtudaginn 24. ágúst Kl. 08:00 er skólasetning hjá 1. bekk í sal Hamarsskóla og í framhaldinu er stuttur foreldrafundur. Gott væri því ef foreldrar 1. bekkja nemenda gætu gefið sér tíma til að vera hjá okkur til kl. 9:00 þennan morgun.

 

Hlökkum til að sjá ykkur :)

Skólasetning

Skólasetning GRV verður miðvikudaginn 23. ágúst og skóli hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 24. ágúst. Nánari tímasetningar verða auglýstar þegar nær dregur. 

Skóladagatal fyrir skólaárið 2017-2018 má finna á flipa neðst á heimasíðunni. 

Sumarlestur og leiðbeiningar við nýtt námsmat

Við í GRV hvetjum nemendur til að lesa í sumar og halda utan um hve mikið þau lesa. Þess vegna sendum við sumarlestrarhesta heim með nemendum. Lestur er góður valkostur og eykur á gleðina í sumarfríinu. Rannsóknir sýna að börn sem lesa á sumrin koma miklu ferskari til leiks að hausti í lestri en börn sem lesa ekkert á meðan skólinn er í fríi. Munum að æfingin skapar meistarann! 

Sumarlestarhesta má finna hér.

Á skólaslitum fengu allir nemendur GRV vitnisburð eftir nýju námsmat. Í 1. -4. bekk var námsmat með þeim hætti að í öllum greinum eru hæfniviðmið skilgreind í Mentor en engar sérstaker einkunnir gefnar fyrir hverja grein. Nemendur fengu vitnisburð um hvort hæfni sé náð, hvort þeir þarfnist þjálfunar eða hæfni sé ekki nað. Námsmat nemenda í 5. -7. bekk var í bókstöfum í flestum fögum en í verkgreinum var sama mat og í 1. -4. bekk. 

Námsmat í 8. -10. bekk var í bókstöfum, eftir matsviðmiðum Aðalnámskrár fyrir 8. -10. bekk. Gefnar voru einkunnir A, B+, B, C+, C, D en í einstaka valgreinum var gefið lokið/ólokið. Nánari upplýsingar um námsmatið og hvernig hægt er að skoða það nánar á mentor.is má finna hér.

Skólalok

Nú fer að líða að skólalokum í GRV.

Nemendur í 10. bekk eru að klára lokaverkefnið sitt og kynning á því fyrir kennara og foreldra verður þriðjudaginn 30. maí kl. 17:00

29. - 31. maí verða starfsfræðsludagar hjá 8. og 9. bekk og munu þau kynna sér fiskvinnsluiðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn í Vestmannaeyjum þessa daga. 31. maí verður kynning á verkefnum fyrir foreldra kl. 10-11

29. og 30. maí verða Fjölgreindaleikar hjá 1. -7. bekk haldnir í annað sinn og mæta allir nemendur í Hamarsskóla á mánudag kl. 8:00

Enginn hádegismatur verður þessa daga í Barnaskólanum en matur verður með hefðbundunu sniði í Hamarsskóla.

 

1. júní er starfsdagur og útskrift hjá 10. bekk í Höllinni kl. 17:30

Skólaslit í GRV eru föstudaginn 2. júní og verða þau með nýjum hætti þetta árið.

Skólaslitin verða í Íþróttahúsinu:

Hamarsskóli 1. – 5. bekkur kl. 09:30                                     

Barnaskóli 6. – 9. bekkur kl. 11:00

Eftir skólaslitin í Íþróttahúsinu ganga nemendur og foreldrar ásamt kennurum upp í skóla og fara í stofurnar sínar til að fá vitnisburð frá umsjónarkennurum.