Síðustu dagar skólaársins

Það er nóg um að vera í skólanum síðustu daga skólaársins. 

Miðvikudagur 29. maí:

Danssýning 1. -5. bekkur. Sýningin verður i íþróttahúsinu kl. 16:30. 

Föstudagur 31. maí: 

Fjölgreindaleikar í 1. -7.bekk, skóla lýkur kl. 12:30.

Starfsfræðsludagar í 8. og 9. bekk, skóla lýkur kl. 12:30.

Nemendur í 10. bekk ætla að vera með sýningu á lokaverkefnunum sínum í sal Barnaskólans kl. 10-12bæjarbúar velkomnir. 

Mánudagur 3. júní: 

Fjölgreindaleikar í 1. -7.bekk, skóla lýkur kl. 12:30.

Starfsfræðsludagar í 8. og 9. bekk, skóla lýkur kl. 12:30.

 Kl. 17:00 verða kynningar og sýning á lokaverkefnum í 10. bekk fyrir foreldra. Kynningin fer fram í 10. bekkjarstofum og sýning á básum nemenda verða í salnum eftir kynningarnar.

Þriðjudagur 4. júní:

Öðruvísidagur, lokahóf Fjölgreindaleika, skóla lýkur kl. 12:30.

10.bekkur er í fríi þennan dag.

Miðvikudagur 5. júní: Starfsdagur og útskrift hjá 10.bekk í Höllinni kl.17:00, súpa, brauð og sætindi á boðstólnum. 

Fimmtudagur 6. júní: Skólaslit hjá 1. -9. bekk í íþróttahúsinu.

Foreldrafundur verðandi 1. bekkur

Mánudaginn 20. maí kl. 17:15 verður fundur í sal Hamarsskóla (gengið inn að vestan).
Á fundinum gefst ykkur tækifæri til að hitta væntanlega umsjónarkennara barna ykkar og við getum lagt saman grunn að gagnlegu og ánægjulegu samstarfi næstu árin. Farið verður yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við upphaf skólagöngunnar.
 
• Við kynnum hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar
• Helga Sigrún Þórsdóttir sérkennari ræðir um lestur
• Lilja Björg, formaður foreldrafélagsins, kynnir starfsemi félagsins
• Nemendaskráning
 
Í lokin gefst þeim foreldrum sem ekki eru kunnugir skólahúsnæðinu kostur á að skoða skólann.
Áætlaður fundartími er klukkustund

Skóladagur Barnaskólans

Árlegi skóladagur Barnaskólans verður haldinn

nk. þriðjudag 30. apríl frá kl. 16:00-18:00.

 

Þar verða verk nemenda til sýnis og boðið upp á afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.

Hér má sjá dagskrá dagsins. 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Gleðilega páska

Páskaleyfi nemenda hefst mánudaginn 15. apríl.

Skóli hefst aftur þriðjudaginn 23. apríl samkvæmt stundatöflu.

Fimmtudaginn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti og frí í skólanum.

Föstudaginn 26. apríl er starfsdagur og frí í skólanum.

Stóra upplestrarkeppnin

Í gær 8. apríl fór fram á Hvolsvelli Stóra upplestrarkeppnin. Fulltrúar okkar í GRV voru Gabríel Ari Davíðsson úr 7.HJH, Hrafnhildur Ýr Steinarsdóttir úr 7. JA, Ísey Heiðarsdóttir úr 7. HJH, varamaður var Embla Harðardóttir úr 7. AP auk þess var sigurverari frá í fyrra Herborg Sindradóttir 8. DGÞ kynnir á keppninni.  

Skólarnir sem tóku þátt auk okkar GRV voru Laugalandsskóli, Grunnskólinn á Hellu, Hvolsskóli, Víkurskóli og Kirkjubæjarskóli.

Lesarar stóðu sig allir með stakri prýði og átti dómnefndin erfitt með að komast að niðurstöðu. Dómnefndina skipuðu þau Jón Hjartarson frá Röddum en hann var jafnframt formaður dómnefndar, Elínborg Siguðardóttir og Katrín Þorbjörg Andrésdóttir sem báðar eru sérkennarar og störfuðu sem kennsluráðgjafar við Skólaskrifstofu Suðurlands.

Í fyrsta sæti er Lilja Dögg Ágústsdóttir úr Hvolsskóla. Í öðru sæti Gabríel Ari Davíðsson úr Grunnskóla Vestmannaeyja og í því þriðja er Sunna Hlín Borgþórsdóttir úr Laugalandsskóla,  Innilega til hamingju öllsömul.