Nýr ritari í Hamarsskóla

Nýr ritari hefur verið ráðinn í Hamarsskóla. Heiðrún lára Jóhannsdóttir mun hefja störf við Grunnskóla Vestmannaeyja 2. maí.

Bjóðum við hana velkomna til starfa.

Skóladagur Barnaskólans 3. maí

Skóladagur GRV -  Barnaskóla verður miðvikudaginn 3. maí frá kl. 17:00—19:30. Starfsfólk og nemendur skólans vonast eftir því að þátttaka verði mikil og góð. Fjölbreytt dagskrá verður í boði sem nemendur og gestir geta tekið þátt í. Eins og undanfarin ár verða nemendur 9. bekkja með kaffihlaðborð og rennur andvirðið í ferðasjóð nemenda. Þrautir og leikir verða víðs vegar um skólann og úti á skólalóð.

Hlökkum til að sjá ykkur :)

 

Gleðilega páska

Páskaleyfi nemenda hefst mánudaginn 10. apríl. 

Skóli hefst aftur þriðjudaginn 18. apríl samkvæmt stundatöflu.

Fimmtudaginn 20. apríl er sumardagurinn fyrsti og frí í skólanum.

Föstudaginn 22. apríl er starfsdagur og þá er frí hjá nemendum.

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin var haldin hátíðleg fimmtudaginn 30. mars í Eldheimum.

Þetta er í fyrsta skipti sem lokakeppnin er haldin hér í Eyjum en það eru sex skólar á Suðurlandi sem taka þátt í þessari keppni. 

Erna Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi var kynnir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður fræðsluráðs flutti hátíðarræðu. Tvö tónlistaratriði voru frá Tónlistaskólanum, Bogi Matt nemandi í 7.bekk spilaði á trompet við undirleik Kitty Kovác og systkinin Björgvin Geir og Bergþóra Björgvinsbörn spiluðu á þverflautu. Sigurverar frá fyrra ári kynntu rithöfunda og áttu við í GRV þar einn fulltrúa, en Aðalheiður Svanhvít var í öðru sæti í fyrra og sá hún um að kynna ljóðskáldið Steinunni Sigurðardóttur. Keppendur og gestir gæddu sér svo á súpu og brauði frá Einsa Kalda á meðan dómarar réðu ráðum sínum.

Grunnskóli Vestmannaeyja átti þrjá keppendur í keppninni, þau Berthu Þorsteinsdóttur, Daniel Franz Davíðsson og Hauk Helgason. Öll stóðu þau sig virkilega vel, voru vel undirbúin af Svanhvíti Friðþjófsdóttur sem sá um þjálfun þeirra. GRV átti einn keppanda í verðlaunasæti, en það var hún Bertha Þorsteinsdóttir sem endaði í þriðja sæti. 

Marita fræðsla 28. og 29. mars

Dagana 28. og 29. mars verður Marita fræðsla fyrir nemendur i 5. bekk og 7. -10. bekk.
Fræðslan fyrir nemendur verður í skólanum þessa daga og svo eru foreldrafundir þriðjudaginn 28. mars: 
 
Fundur fyrir nemendur í 5. bekk og foreldra þeirra verður í sal Hamarsskólans kl. 12:00
Fundur fyrir foreldra nemenda í 7. - 9. bekk verður í sal Barnaskólans kl. 17:00 
Fundur fyrir foreldra nemenda í 10.bekk og í framhaldsskólanum verður í sal Barnaskólans kl. 18:30.
Við hvetjum foreldra/ forráðamenn eindregið til að mæta, þetta er mikilvægt málefni sem varðar unglingana okkar.