Sumarlestur og leiðbeiningar við nýtt námsmat

Við í GRV hvetjum nemendur til að lesa í sumar og halda utan um hve mikið þau lesa. Þess vegna sendum við sumarlestrarhesta heim með nemendum. Lestur er góður valkostur og eykur á gleðina í sumarfríinu. Rannsóknir sýna að börn sem lesa á sumrin koma miklu ferskari til leiks að hausti í lestri en börn sem lesa ekkert á meðan skólinn er í fríi. Munum að æfingin skapar meistarann! 

Sumarlestarhesta má finna hér.

Á skólaslitum fengu allir nemendur GRV vitnisburð eftir nýju námsmat. Í 1. -4. bekk var námsmat með þeim hætti að í öllum greinum eru hæfniviðmið skilgreind í Mentor en engar sérstaker einkunnir gefnar fyrir hverja grein. Nemendur fengu vitnisburð um hvort hæfni sé náð, hvort þeir þarfnist þjálfunar eða hæfni sé ekki nað. Námsmat nemenda í 5. -7. bekk var í bókstöfum í flestum fögum en í verkgreinum var sama mat og í 1. -4. bekk. 

Námsmat í 8. -10. bekk var í bókstöfum, eftir matsviðmiðum Aðalnámskrár fyrir 8. -10. bekk. Gefnar voru einkunnir A, B+, B, C+, C, D en í einstaka valgreinum var gefið lokið/ólokið. Nánari upplýsingar um námsmatið og hvernig hægt er að skoða það nánar á mentor.is má finna hér.

Skólalok

Nú fer að líða að skólalokum í GRV.

Nemendur í 10. bekk eru að klára lokaverkefnið sitt og kynning á því fyrir kennara og foreldra verður þriðjudaginn 30. maí kl. 17:00

29. - 31. maí verða starfsfræðsludagar hjá 8. og 9. bekk og munu þau kynna sér fiskvinnsluiðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn í Vestmannaeyjum þessa daga. 31. maí verður kynning á verkefnum fyrir foreldra kl. 10-11

29. og 30. maí verða Fjölgreindaleikar hjá 1. -7. bekk haldnir í annað sinn og mæta allir nemendur í Hamarsskóla á mánudag kl. 8:00

Enginn hádegismatur verður þessa daga í Barnaskólanum en matur verður með hefðbundunu sniði í Hamarsskóla.

 

1. júní er starfsdagur og útskrift hjá 10. bekk í Höllinni kl. 17:30

Skólaslit í GRV eru föstudaginn 2. júní og verða þau með nýjum hætti þetta árið.

Skólaslitin verða í Íþróttahúsinu:

Hamarsskóli 1. – 5. bekkur kl. 09:30                                     

Barnaskóli 6. – 9. bekkur kl. 11:00

Eftir skólaslitin í Íþróttahúsinu ganga nemendur og foreldrar ásamt kennurum upp í skóla og fara í stofurnar sínar til að fá vitnisburð frá umsjónarkennurum.

 

 

Val fyrir næsta skólár

Síðasta föstudag var haldin valgreinakynning fyrir nemendur í 7. -9. bekk. Þar kynntu valgreinakennarar val fyrir næsta skólaár. Hægt er að nálgast valbókina undir flipanum "námið" þar má finna upplýsingar um alla valáfanga sem í boði verða á næsta skólaári.
Í fyrsta sinn verða nemendur látnir velja rafrænt og var póstur með upplýsingum sendur heim fyrir helgi.

Nemendur þurfa að nota google aðganginn sinn til að geta valið og hér má sjá góðar leiðbeiningar um hvernig þeir gera það. 

Síma - og snjalltækjanotkun í GRV

Nemendur á unglingastigi hafa samið nýjar síma - og snjalltækjareglur fyrir GRV. Hver bekkur ræddi hvernig þeir vildu hafa reglurnar um þessi tæki.

Einn fulltrúi úr hverjum bekk var valinn til að funda með stjórnendum og setja saman skjal sem allir væru sáttir við.

Nemendurnir ásamt aðstoðarskólastjóra kynntu þetta svo í bekkjunum í morgun.

Nýir starfsmenn

Nýr ritari hefur verið ráðinn í Hamarsskóla. Heiðrún Lára Jóhannsdóttir mun hefja störf við Grunnskóla Vestmannaeyja þann 2. maí.

Bjóðum við hana velkomna til starfa.

Guðrún Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri á Víkinni, 5 ára deildinni. Guðrún hefur verið deildarstjóri á Víkinni í vetur og tekur nú við sem aðstoðarskólastjóri ásamt starfi inni á deild.