Skóladagur Hamarsskóla

Í þessu fréttabréfi má finna allt það helsta um skóladaginn í Hamarsskóla sem verður á fimmtudaginn kl. 17:00-19:00.

https://www.smore.com/app/pages/show_print/5c8f6ff56a79220011d6b5e7

Breyting á skóladegi Hamarsskóla og þemadagar

Dagana 19.- 21. mars verða þemadagar í Hamarsskóla. Þessa daga verður unnið með 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Hver og einn árgangur mun skoða ákveðið þema sem tengist okkar merku bæjarsögu.

Fimmtudaginn 21. mars milli 17-:00 - 19:00 verður skóladagur Hamarsskóla. Að þessu sinni verður hann með breyttu sniði þar sem afrakstur þessara daga og vinna nemenda verður til sýnis og miðpunktur skóladagsins. Hver og einn árgangur verður með atriði á sal sem við munum svo auglýsa á staðnum. Vöfflur og kaffi verða til sölu gegn vægu gjaldi.

Ekki verður danssýning á undan að þessu sinni en hún verður samt sem áður á sínum stað í maí. 

Foreldrafundadagur 19. febrúar

Þriðjudaginn 19. febrúar er foreldrafundadagur þar sem farið verður yfir stöðu nemenda hvað varðar nám og liðan.

Enginn skóli er þann dag en nemendur mæta með foreldrum sínum á fund. Skráning í viðtalið fer fram í gegnum mentor og hér eru leiðbeiningar um hvernig það er gert: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM 

Nemendur hafa fengið eða munu fá heim könnun um líðan þeirra í skólanum, foreldrar eru beðnir um að fara yfir hana með sínum börnum fyrir viðtalið.

Einnig biðjum við foreldra um að fara inn á mentor og skoða það námsmat sem komið er inn, hér má sjá góðar leiðbeiningar frá mentor hvernig það er skoðað. https://www.youtube.com/watch?v=cKCW5q-_QZ8

Við mælum sérstaklega með að foreldrar skoði þetta myndband þar sem farið er yfir skýrslur sem gefa mjög góða yfirsýn yfir námslega stöðu. Tvær skýrslur eru í boði, samantekt í hverri grein fyrir sig og yfirlit yfir stöðu útfrá hæfniviðmiðum, sem er mun ítarlegri. 

https://www.youtube.com/watch?v=18NXars670k

 

Óveður - ófærð

Eftirfarandi kafla um óveður og ófærð má finna í starfsáætlun skólans

 

Óveður – ófærð

Stefna skólans er að leggja ekki niður skólahald nema brýna nauðsyn beri til.

Í óveðri eru stjórnendur skólans alltaf í sambandi við lögreglu og ástandið metið, þ.e. hvort ástæða sé til að leggja skólahald niður. Er það þá gert í samráði við lögreglu, ef staðan er metin þannig að ekki sé óhætt að vera á ferli.

Telji forráðamenn nemenda veður eða veðurútlit varhugavert þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla varðandi skólahald, er það alltaf foreldra að meta hvort þeir telji rétt að senda börn sín af stað í skólann og ber þá að tilkynna forföll til ritara/umsjónarkenna strax að morgni. Alltaf er starfsfólk til staðar í skólanum til að taka á móti þeim sem komast. Í hvert skipti verður metið hvort nemendur geti farið fótgangandi á milli skólahúss og íþróttahúss. Ef óveður skellur á meðan nemendur eru í skólanum þá er nemendum skólans ekki hleypt heim nema foreldrar sæki þá eða tryggi börnum sínum örugga heimferð á annan hátt. Nemendum er tryggð aðstaða í skólanum svo lengi sem þarf. 

Breyting á foreldrafundadegi

Foreldrafundadagur í janúar sem samkvæmt skóladagatali átti að vera 23. janúar, hefur verið færður til 19. febrúar.